Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“

Hjón­in Za­hra Mes­bah Sayed Ali og Hass­an Raza Ak­bari, sem bæði komu til Ís­lands sem flótta­menn, reka nú túlka­þjón­ustu og veit­inga­stað, auk þess sem hann keyr­ir leigu­bíl og hún stund­ar fullt há­skóla­nám. Þar að auki eiga þau eina litla dótt­ur og eiga von á öðru barni. Vin­ir þeirra hafa áhyggj­ur af því að þau séu of upp­tek­in til að lifa líf­inu. Þau blása á það, taka ólík­um áskor­un­um opn­um örm­um og segja: „Þetta er líf­ið!“

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“
Hefur aðlagast vel Zahra, móðir hennar og systir voru á meðal fyrstu afgönsku kvótaflóttamannanna til að koma til Íslands. Það voru viðbrigði til að byrja með en í dag eru þær ánægðar og gengur vel. Mynd: Heiða Helgadóttir

Zahra Meshab er á milli verkefna þegar hún hittir blaðamann Stundarinnar á Háskólatorgi. Hún er nýkomin úr tíma í háskólanum og er á leið til þess að verða viðstödd viðtal þar sem hún kemur til með að túlka. Eftir það fer hún og réttir manninum sínum, Hassan, hjálparhönd á veitingastaðnum Afghan Style, sem þau reka saman í Grafarvogi. Svona eru dagarnir jafnan bókaðir hjá þeim báðum hjónunum, frá morgni fram á kvöld. Þannig vilja þau líka hafa það, því þau eru samstiga í því að grípa þau tækifæri sem þeim gefast í lífinu. Þau eru bæði brennd að því marki að hafa haft lítil sem engin tækifæri og njóta þess því mjög þegar þau nú gefast. „Fólkið í kringum okkur segir: „Þið eruð allt of upptekin til að lifa.“ Þá svörum við: „Við erum að lifa – þetta er lífið!“

Ólíkt upphaf á Íslandi

Þau Zahra og Hassan eru bæði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið sem fékk að vera

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið
ViðtalFólkið sem fékk að vera

Fær loks að starfa sem tann­lækn­ir eft­ir fimm ára bið

Nær fimm ár eru frá því að sýr­lenski tann­lækn­ir­inn Lina Ashouri kom til lands­ins ásamt son­um sín­um sem flótta­mað­ur. Frá fyrsta degi var hún stað­ráð­in í að vinna ekki við ann­að en tann­lækn­ing­ar hér, fag­ið sem hún hafði unn­ið við í tutt­ugu ár áð­ur en hún þurfti að flýja heima­land sitt. Það tók lengri tíma en hún átti von á en ef allt geng­ur eft­ir verð­ur hún orð­in full­gild­ur tann­lækn­ir fyr­ir árs­lok.
„Allir í skólanum eru vinir mínir“
ViðtalFólkið sem fékk að vera

„All­ir í skól­an­um eru vin­ir mín­ir“

Ljós­mynd­in af litla lang­veika drengn­um sem stóð í dyr­un­um, horfði út í myrkr­ið og beið þess að lög­regl­an færði hann úr landi, hreyfði við mörg­um. Hún átti þátt í að fjöldi fólks mót­mælti ákvörð­un stjórn­valda um brott­vís­un. Þrýst­ing­ur­inn bar ár­ang­ur og fjöl­skyld­an sneri aft­ur. Í dag geng­ur börn­un­um vel í skóla og eiga marga vini, Kevin er frísk­ur því hann fær lækn­is­þjón­ustu og for­eldr­arn­ir reka sitt eig­ið fyr­ir­tæki.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár