Zahra Meshab er á milli verkefna þegar hún hittir blaðamann Stundarinnar á Háskólatorgi. Hún er nýkomin úr tíma í háskólanum og er á leið til þess að verða viðstödd viðtal þar sem hún kemur til með að túlka. Eftir það fer hún og réttir manninum sínum, Hassan, hjálparhönd á veitingastaðnum Afghan Style, sem þau reka saman í Grafarvogi. Svona eru dagarnir jafnan bókaðir hjá þeim báðum hjónunum, frá morgni fram á kvöld. Þannig vilja þau líka hafa það, því þau eru samstiga í því að grípa þau tækifæri sem þeim gefast í lífinu. Þau eru bæði brennd að því marki að hafa haft lítil sem engin tækifæri og njóta þess því mjög þegar þau nú gefast. „Fólkið í kringum okkur segir: „Þið eruð allt of upptekin til að lifa.“ Þá svörum við: „Við erum að lifa – þetta er lífið!“
Ólíkt upphaf á Íslandi
Þau Zahra og Hassan eru bæði …
Athugasemdir