Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Beið heyrnartólanna í hálft ár

Kona keypti vöru af net­versl­un­inni Heim­il­is­vör­ur en fékk hana ekki af­henta fyrr en hálfu ári síð­ar. For­ráða­mað­ur net­versl­un­ar­inn­ar seg­ir mál henn­ar lík­lega hafa far­ið fram­hjá sér. Hann seg­ir mik­inn dul­inn kostn­að valda mikl­um verðmun á milli versl­ana sinna og versl­ana á borð við Ali Express. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna seg­ir að al­mennt þurfi neyt­end­ur að var­ast svik.

Beið heyrnartólanna í hálft ár

Fjöldi viðskiptavina netverslunarinnar Heimilisvara segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptunum. Ein þeirra, kona sem keypti heyrnartól, beið í sex mánuði eftir því að fá vöruna afhenda.

Konan pantaði heyrnartól í júní síðastliðnum og greiddi fyrir þau 5.990 krónur, en fékk þau ekki í hendurnar fyrr en nú í desember. Auk þess þurfti hún, þrátt fyrir þennan langa drátt á afhendingu, að greiða 1.400 krónur aukalega í sendingarkostnað.

Þegar konan reyndi í byrjun október að hafa samband við Heimilisvörur í gegnum tölvupóstfang sem gefið var upp á heimasíðu netverslunarinnar og ýta á eftir afhendingu vörunnar fengust engin svör. Skömmu eftir að hún sendi póstinn var bæði vefsíðu og Facebook-síðu verslunarinnar lokað.

Heimilisvörur var rekin á vegum smásölufyrirtækisins Cadabra ehf., sem var stofnað undir lok árs 2017. Netverslun Heimilisvara var sett á laggirnar í byrjun árs 2018 og var lokað í byrjun október. Aðrar netverslanir á vegum sama fyrirtækis eru Frostvörur, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár