Óhefðbundnar aðstæður geta valdið því að foreldri fái mun lægri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en búist var við eða missi jafnvel réttindi sín alfarið. Í samtölum við Stundina lýsa foreldrar því hvernig reglur sjóðsins hafi valdið þeim áhyggjum ofan á allt annað sem fylgi barneignum. Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs segir það hins vegar erfiðleikum háð að hanna kerfi sem nái fram bestu mögulegu niðurstöðu fyrir alla.
Nokkur umræða hefur verið um það undanfarið að sjálfstætt starfandi einstaklingar reki sig á vandamál við að sýna fram á samfelldar tekjur í aðdraganda þess að verða foreldrar. Margrét Erla Maack listakona vakti athygli á stöðu sinni opinberlega, en hún hópfjármagnaði orlof sitt á Karolina fund, þar sem hún sá fram á að greiðslurnar frá Fæðingarorlofssjóði yrðu takmarkaðar. Margir hafa stigið fram í kjölfarið og lýst reynslu sinni af samskiptum við sjóðinn.
Samkvæmt reglum sjóðsins þarf …
Athugasemdir