Þegar Þórólfur Gíslason, forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, steig fram í sjaldséðu viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl síðastliðinn hafði hann glímt við háværar óánægjuraddir heima í héraði um skeið. Ástæðan var sú að Kaupfélag Skagfirðinga, í gegnum dótturfélag sitt FISK Seafood, hafði fyrirvaralaust rekið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í næringarfræði og framkvæmdastjóra hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Protis og Iceprotein, úr starfi sínu í byrjun febrúar, eftir að störf hennar höfðu hlotið mikla jákvæða athygli. Efast er um skýringarnar á brottrekstrinum í Skagafirði.
Hrafn Margeirsson, sendibílstjóri og bóndasonur úr Skagafirði, sem býr hluta úr ári í Skagafirði og sinnir bústörfum á jörð foreldra sinna, segir að ólgan í Skagafirði út af brottrekstri Hólmfríðar hafi verið mikil. „Það varð mikið uppistand síðasta vetur þegar Jón Eðvald [Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood] hættir og hann [Þórólfur] rekur Hólmfríði. Ólgan varð ofboðsleg og það átti svo sannarlega að setja karlinn af [Þórólf Gíslason],“ segir Hrafn sem vísar til …
Athugasemdir