Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Þórólf­ur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri í Skaga­firði, trón­ir á toppn­um með meira en tvö­falt hærri tekj­ur en næst­tekju­hæsti Skag­firð­ing­ur­inn. Upp­sögn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Hólm­fríði Sveins­dótt­ur hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um Iceprotein og Prot­is, hef­ur vak­ið upp grun­semd­ir og óánægju með hvata kaup­fé­lags­stjór­ans. Við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar segja að við­hafn­ar­við­tal við Þórólf í Morg­un­blað­inu hafi ver­ið birt til að lægja öld­urn­ar út af upp­sögn­inni og tryggja gott veð­ur á að­al­fundi kaup­fé­lags­ins. „Það er þessi of­boðs­lega hræðsla við hann,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar í Skaga­firði.

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Þegar Þórólfur Gíslason, forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, steig fram í sjaldséðu viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl síðastliðinn hafði hann glímt við háværar óánægjuraddir heima í héraði um skeið. Ástæðan var sú að Kaupfélag Skagfirðinga, í gegnum dótturfélag sitt FISK Seafood, hafði fyrirvaralaust rekið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í næringarfræði og framkvæmdastjóra hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Protis og Iceprotein, úr starfi sínu í byrjun febrúar, eftir að störf hennar höfðu hlotið mikla jákvæða athygli. Efast er um skýringarnar á brottrekstrinum í Skagafirði.

Hrafn Margeirsson, sendibílstjóri og bóndasonur úr Skagafirði, sem býr hluta úr ári í Skagafirði og sinnir bústörfum á jörð foreldra sinna, segir að ólgan í Skagafirði út af brottrekstri Hólmfríðar hafi verið mikil. „Það varð mikið uppistand síðasta vetur þegar Jón Eðvald [Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood] hættir og hann [Þórólfur] rekur Hólmfríði. Ólgan varð ofboðsleg og það átti svo sannarlega að setja karlinn af [Þórólf Gíslason],“ segir Hrafn sem vísar til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu