Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Þórólf­ur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri í Skaga­firði, trón­ir á toppn­um með meira en tvö­falt hærri tekj­ur en næst­tekju­hæsti Skag­firð­ing­ur­inn. Upp­sögn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Hólm­fríði Sveins­dótt­ur hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­un­um Iceprotein og Prot­is, hef­ur vak­ið upp grun­semd­ir og óánægju með hvata kaup­fé­lags­stjór­ans. Við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar segja að við­hafn­ar­við­tal við Þórólf í Morg­un­blað­inu hafi ver­ið birt til að lægja öld­urn­ar út af upp­sögn­inni og tryggja gott veð­ur á að­al­fundi kaup­fé­lags­ins. „Það er þessi of­boðs­lega hræðsla við hann,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar í Skaga­firði.

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Þegar Þórólfur Gíslason, forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, steig fram í sjaldséðu viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl síðastliðinn hafði hann glímt við háværar óánægjuraddir heima í héraði um skeið. Ástæðan var sú að Kaupfélag Skagfirðinga, í gegnum dótturfélag sitt FISK Seafood, hafði fyrirvaralaust rekið Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í næringarfræði og framkvæmdastjóra hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Protis og Iceprotein, úr starfi sínu í byrjun febrúar, eftir að störf hennar höfðu hlotið mikla jákvæða athygli. Efast er um skýringarnar á brottrekstrinum í Skagafirði.

Hrafn Margeirsson, sendibílstjóri og bóndasonur úr Skagafirði, sem býr hluta úr ári í Skagafirði og sinnir bústörfum á jörð foreldra sinna, segir að ólgan í Skagafirði út af brottrekstri Hólmfríðar hafi verið mikil. „Það varð mikið uppistand síðasta vetur þegar Jón Eðvald [Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood] hættir og hann [Þórólfur] rekur Hólmfríði. Ólgan varð ofboðsleg og það átti svo sannarlega að setja karlinn af [Þórólf Gíslason],“ segir Hrafn sem vísar til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár