Fjöldi rannsókna bendir til þess að ofskynjunarefni geti komið að gagni fyrir fólk sem þjáist af alkóhólisma, þunglyndi og öðrum kvillum. Áhrif slíkra efna voru lengi lítt þekkt þar sem víðtækt bann var í gildi við að rannsaka þau á tilraunastofum.
Þann 16. apríl árið 1943 varð svissneski efnafræðingurinn Albert Hofmann fyrstur til að upplifa áhrif LSD. Hann var að prófa sig áfram með efnablöndur í leit að lyfi sem myndi hafa örvandi áhrif á öndunarkerfið. Þegar hann fékk óvart örlítið LSD á fingurgómana fékk hann nánast trúarlega upplifun og sá vægar ofskynjanir í tvær klukkustundir.
Þremur dögum síðar ákvað hann að innbyrða viljandi örlítið af efninu en það reyndist sterkara en hann óraði fyrir og hann tók tífalt stærri skammt en hann ætlaði sér. …
Athugasemdir