Enginn þrýstihópur í Bandaríkjunum er jafn öflugur og samtök byssueigenda, The National Rifle Association, NRA. Samtökin og fimm milljón meðlimir þeirra hafa gríðarleg áhrif í kosningum, og það er fyrst og fremst þeim að þakka að allar tilraunir til hertrar byssulöggjafar í Bandaríkjunum hafa verið barðar niður.
Þessi hættulegustu samtök Bandaríkjanna virðast hins vegar vera að sligast undan gríðarlegum skuldum, innanhússátaka og spillingar, auk þess sem opinberar rannsóknir gætu leitt til þess að starfsemi þeirra yrði stöðvuð. NRA gæti liðið undir lok.
Opinberar rannsóknir
Föstudaginn 19. júlí stefndi saksóknari The District of Columbia NRA til að afhenda öll gögn tengd fjárreiðum samtakanna.
Þetta er önnur stefnan sem ríkissaksóknarar hafa birt samtökunum. Í vor hóf saksóknari New York-ríkis rannsókn á samtökunum. Samtökin eru grunuð um að hafa brotið lög um starfsemi félagasamtaka sem njóta skattfrelsis. Ef samtökin eru fundin sek gætu hvort heldur saksóknaraembætti New York eða DC leyst samtökin upp …
Athugasemdir