Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu

Auð­ur Adams­dótt­ir er al­in upp við sultu­gerð og hef­ur þró­að ýms­ar að­ferð­ir, með­al ann­ars með að­al­blá­ber, rabarbara og rifs­ber.

Frumþörf að eiga til sultu í búrinu
Auður Adamsdóttir Leggur metnað í sultugerðina og ílátin. Mynd: Heiða Helgadóttir

Auður Adamsdóttir, kennari,matgæðingur og berjakona er lunkin við að búa til góðar sultur og býr sjálf til fallega miða á sultukrukkurnar sem hún föndrar við að mála á. Auður er alin upp við nokkra tilraunamennsku í sultugerð á sínu æskuheimili og fór fjölskyldan árlega til berja auk þess sem móðir hennar notaði bæði ber og gulrætur úr garðinum til að sulta úr. Sjálf byrjaði Auður að sulta á milli tvítugs og þrítugs og gerði þá fyrst rabarbarasultu, sem hún gerir enn, auk bláberjasultu úr aðalbláberjum, rifshlaup og rifsberjasultu.

AðalbláberjasultaAuður sækir bestu berin gjarnan á Snæfellsnesið eða Vestfirðina.

„Ég held ég hafi hringt í mömmu nokkrum sinnum á meðan til að spyrja ráða þegar ég gerði fyrst sultu. Það tekur langan tíma að gera góða sultu og mér fannst það þá taka ægilega langan tíma en ég er orðin mun þolinmóðari í dag. Síðan man ég var þegar sultan var komin ofan í glösin að þá var ég fúl yfir því að þetta var ekki réttur litur en liturinn hjá mömmu var mun dekkri. Ég fór í miklar pælingar og fór t.a.m. að halda að þetta væri potturinn því þegar mamma lagaði sultu notaði hún svona emileraðan pott sem ég átti ekki. En líklegast hafði ég bara ekki enst nógu lengi til að fá sultuna nógu dökka og góða,“ segir Auður í léttum dúr og bætir því við að móðir hennar hafi eingöngu sett sultu á stórar krukkur og svo hafi hún verið sett í skálar til að bera hana fram. (Hér otar Auður að blaðamanni kexi með hindberjasultu gerða úr frosnum hindberjum, sykri, sultuhleypi og hálfri sítrónu, sem hún á oft í ísskápnum og er bæði einföld og að sjálfsögðu mun betri en sú sem keypt er úti í búð.)

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár