Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa á dögunum og fjöldi samsæriskenninga er á lofti um dauða hans á báðum vængjum bandarískra stjórnmála. Óttast margir að hann hafi verið myrtur til að tryggja að valdamiklir vinir hans sleppi jafn vel og þeir gerðu þegar Epstein var dæmdur árið 2008. Saksóknarinn, sem lét Epstein sleppa með 13 mánaða dóm fyrir að níðast á barnungum stúlkum með skipulögðum hætti í áraraðir, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Mikil leynd ríkir yfir því hvaða valdamiklu menn kunni að hafa níðst á stúlkunum í einkasamkvæmum Epsteins.
Epstein, sem er fæddur 1953, hóf feril sinn sem stærðfræðikennari þegar hann var rúmlega tvítugur en hafði þó aldrei útskrifast úr háskóla. Hann sagði fljótlega skilið við kennslustofuna og ákvað að nýta talnaþekkingu sína frekar á verðbréfamörkuðum.
Skemmst er frá því að segja að Epstein vegnaði vel á þeim vettvangi og árið …
Athugasemdir