Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fásinna út frá umhverfissjónarmiðum að flytja inn lambahryggi

Stefán Gísla­son um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur seg­ir ekk­ert vit í að flytja inn kjöt, með til­heyr­andi kol­efn­is­fót­spori, til að bregð­ast við tíma­bundn­um skorti. „Við verð­um að hætta þess­ari heimtu­frekju.“

Fásinna út frá umhverfissjónarmiðum að flytja inn lambahryggi
Innflutningur óæskilegur Þó skortur sé á lambahryggjum er óæskilegt út frá umhverfissjónarmiðum að flytja þá inn til að brúa þriggja vikna bil að mati Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings. Mynd: Shutterstock

„Sé hægt að framleiða vöru á Íslandi er almennt séð neikvætt að flytja sambærilega vöru inn til landsins því þá er flutningurinn hrein viðbót í kolefnisfótspori vörunnar.“ Þetta segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur um fyrirhugaðan innflutning á lambahryggjum til landsins. Hann segir jafnframt að neytendur verði að gera breytingar á neyslumynstri sínu til að bregðast við loftslagsvánni, meðal annars þurfi fólk að sætta sig við að óeðlilegt sé að gera kröfu um að hægt sé að kaupa hvaða vöru sem er, hvaðan sem er og hvenær sem er.

Slátrun að hefjastHaustslátrun mun hefjast 15. ágúst næstkomandi og því verða lambahryggir af nýslátruðu fáanlegir í síðasta lagi 19. ágúst næstkomandi.

Skortur hefur verið sagður á íslenskum lambahryggjum síðustu vikur eða mánuði og gerði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara það að tillögu sinni við landbúnaðarráðherra í síðustu viku að gefinn verði út tímabundinn innflutningskvóti, á lækkuðum tollum, svo hægt sé að bregðast við þeim skorti. Tillaga nefndarinnar var sú að flytja mætti inn lambahryggi á tímabilinu 29. júlí til 30. ágúst. Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert alvarlegar athugasemdir við tillöguna, meðal annars á þeim nótum að ekki liggi fyrir hver meintur skortur sé og einnig að samkvæmt tillögunni séu engin takmörk á því hversu mikið megi flytja inn. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur farið fram á það við ráðgjafarnefndina að hún endurmeti þörf á því að gefinn verði út innflutningskvóti, í ljósi nýrra upplýsinga um birgðastöðu.

Samkvæmt áætlunum hefst sauðfjárslátrun 15. ágúst næstkomandi, sem þýðir að lambahryggir úr þeirri slátrun ættu að verða komnir í hillur verslana 19. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda er einnig til umræðu að flýta slátrun frekar þó ekki hafi verið teknar ákvarðanir þar um.

Óeðlileg tilætlunarsemi

Stefán GíslasonTelur að neytendur verði að breyta neyslumynstri sínu. Ekki sé hægt að krefjast þess að fá hvaða vöru sem er, hvenær sem er og hvaðan að úr heiminum.

Stefán segir það vera óeðlilega tilætlunarsemi hjá fólki að ætlast til að það geti fengið hvaða vöru sem er keypta hvenær sem er. Líta eigi á lambakjöt sem árstíðabundna vöru, slátrað sé einu sinni á ári, að hausti, og ekki sé óeðlilegt að einhverjir bitar klárist þegar líða taki að næsta hausti. „Þá ætti bara að segja: Því miður, það eru ekki til lambahryggir núna því þeir eru bara búnir en þeir verða aftur á boðstólum eftir mánuð. Fólk hins vegar sættir sig ekki við það því það vill fá lambahryggi núna, eða hvenær sem því þóknast. Fólk vill líka fá fersk jarðarber á gamlárskvöld en allir vita að þá er ekki uppskerutími jarðarberja. Þessi krafa um að árstíðabundnar vörur séu fáanlegar allt árið, hún er ekki umhverfisvæn. Hún er neikvæð vegna þess að það er kallað á að verið sé að flytja vörur um hnöttinn þveran og endilangan sem ekki eru nauðsynlegar. Fólk þarf ekki að borða lambahryggi ef þeir eru búnir, það getur bara borðað annað kjöt, fisk eða annan mat þar til þeir fást aftur. Það er fásinna að flytja þá inn til að bregðast við nokkurra vikna skorti.“

„Fólk þarf ekki að borða lambahryggi ef þeir eru búnir, það getur bara borðað annað kjöt, fisk eða annan mat þar til þeir fást aftur“

Spurður hvort hann haldi að þessi hegðun sé Íslendingum tamari en öðrum þjóðum, að krefjast þess að geta fengið matvöru hvenær sem er óháð uppskerutíma hennar, segist Stefán telja að sama hegðun sé einkennandi fyrir fólk í vestrænum samfélögum. „Þessi hegðun er hluti af alþjóðavæðingunni. Alþjóðavæðingin hefur marga kosti en hluti af henni er þó þessi, að fólk hættir að hugsa um það sem vandamál að flytja þurfi vörur hringinn í kringum hnöttinn. Það sé bara hluti af hinum frjálsa markaði og svo framvegis. Menn hafa gleymt sér í þessari kröfu um að fólk eigi alltaf rétt á að fá hverja þá vöru sem það vill, hvenær sem er. Fólk er einfaldlega orðið of góðu vant. Ég hugsa að Íslendingar séu ekki öðru vísi en aðrir íbúar á Vesturlöndum hvað það varðar.

Maður hefur auðvitað hitt fyrir fólk, til dæmis á Norðurlöndunum, sem ekki hugsar svona. Það hugsar kannski sem svo að það fari nú ekki að kaupa innflutt jarðarber frá Spáni þegar jarðarber séu ræktuð á næstu jörð við það og ef þau eru ekki til þá vantar ekki jarðarber. Sama er með eplauppskeruna, fólk bíður þá bara eftir eplunum frá Claus nágranna. Meðaljóninn hins vegar, hvort heldur sem hann býr á Íslandi, í Danmörku eða í Þýskalandi, hann er kannski slíkt neyslubarn nútímans að hann vill fá hvað sem hann vill, hvenær sem hann vill.“

Verðum að breyta neyslumynstrinu

Stefán segir að breyting þurfi að verða á þessu neyslumynstri, einfaldlega vegna þess að slíkt sé hluti af baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Í sumum tilvikum er varan sem framleidd er úti með minna kolefnisspor heldur en sú sem við getum framleitt hér heima, en í aðalatriðum er þetta jú rétt, þetta er hluti af þeirri breytingu sem þarf að verða. Við verðum að hætta þessari heimtufrekju og sætta okkur við það að það er ekkert vit í því að flytja inn vörur sem þarf ekki að nota og það þarf að setja viðmið um hvað það er sem maður raunverulega þarf að nota. Ef ekki er hægt að framleiða það hér á landi, þá getur verið betra að vera án þess, sérstaklega með tilliti til þess að Ísland er eyja. Í Evrópu má flytja vörur hingað og þangað með lestum en hingað flytjum við enga ferskvöru nema með flugi.“

„Ef ekki er hægt að framleiða það hér á landi, þá getur verið betra að vera án þess“

Stefán bendir á að mögulega geti það verið umhverfisvænna að flytja inn ákveðnar vörur til landsins frekar en að framleiða þær hér. Það þurfi hins vegar að gera á því úttekt hverjar þær vörur séu áður en fullyrt sé um slíkt. „Það væri mjög gagnlegt því í framhaldinu gæti fólk tekið upplýsta ákvörðun um hvort eðlilegt sé að halda úti þeirri framleiðslu. Mestu líkurnar á því er að finna í rauðu kjöti, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Það má hugsa sér að í Ástralíu til dæmis sé að finna búfjárkyn sem eru það miklu „effektívari“, eins og maður segir á vondri íslensku, við að framleiða kjöt að þau framleiði þar af leiðandi minna af metani í meltingarvegi. Í jórturdýrum er metan í meltingarvegi langstærsti hluti kolefnisfótsporsins og útblástur vegna flutnings er þá hugsanlega hverfandi sem áhrifaþáttur.“ Stefán bendir þó á að ekki sé hægt að nota slíkar röksemdir um hugsanlegan innflutning á lambahryggjum nú þar eð engin slík úttekt liggi fyrir og augljóst sé að ekki sé hægt að nota þau rök fyrir innflutningi um mánaðarskeið, þau hljóti þá að gilda fyrir allt árið.

Horfa þarf líka til fæðuöryggis og byggðasjónarmiða

Í ofanaálag þurfi að horfa til þátta eins og fæðuöryggis og byggðasjónarmiða, í samhengi við umhverfismál. „Ég held að Íslendingar þurfi að hugsa aðeins meira um að vera sjálfum sér nægir. Það er ekki einhver þjóðernishyggja eða sjálfbirgingsháttur vegna þess að það þarf ekki svo mikið að gerast til að flutningar til landsins leggist af um stund, svo dögum eða jafnvel vikum skiptir. Það gæti orðið ef Öræfajökull færi að gjósa til að mynda. Um leið og hætt er að framleiða hér vöru og hún þess í stað flutt inn til landsins, er verið að draga úr fæðuöryggi. Ef eitthvað kemur fyrir og flutningar til landsins lokast getur fólk ekki brugðist við, það er kannski ekki lengur kunnátta til að framleiða vöru, það er enginn grunnur til staðar, enginn akur til að sá kartöflum í, til dæmis. Við erum háð innflutningi og ættum að gera sem mest til þess að draga úr því. Svo er það byggðaþátturinn. Hvort er mikilvægara að halda Melrakkasléttu í byggð eða að minnka kolefnisfótspor sem nemur því sauðfé sem þar gengur, sérstaklega vegna þess að það eru líka aðrar leiðir færar til að vinna gegn loftslagsbreytingum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu