Götumatur, eða street food, hefur átt miklum vinsældum að fagna á Íslandi síðastliðin ár. Upp hafa sprottið mathallir úti á Granda, á Hlemmi, á Bíldshöfða og í Kringlunni með ýmiss konar básum þar sem hægt er að gæða sér á gómsætum og framandi mat. Eins hafa matarmarkaðir og matarvagnar átt velgengni að fagna en meðal þeirra má nefna Reykjavik Street Food, sem má segja að séu regnhlífarsamtök aðila er selja götumat. Á þeirra vegum verður blásið til götubitahátíðar á Miðbakkanum helgina 19.–21. júlí og til matarmarkaðar í Laugardalnum fyrstu og aðra helgina í júlí.
Matarmarkaður í Laugardal var ein þeirra hugmynda sem varð hlutskörpust í hverfakosningu árið 2018 og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavík Street Food. Þar verða sölubásar og matarvagnar, bæði með tilbúnum mat og matvöru frá býlum og öðrum smærri matvælaframleiðendum.
Athugasemdir