Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flúði ástandið í Palestínu

Stund­in birt­ir frá­sagn­ir og upp­lif­an­ir blaða­manna víðs veg­ar að úr heim­in­um í tengsl­um við um­fjöll­un um fjöl­miðla­frelsi og við­tal við Krist­inn Hrafns­son. AT er palestínsk­ur blaða­mað­ur sem vill hvorki nota fullt nafn né birta mynd af sér. AT fór úr landi vegna þess að hann gafst upp á þeirri ógn sem fylgdi því að stunda rann­sókn­ar­blaða­mennsku í heimalandi sínu. Hann leit­aði skjóls í Banda­ríkj­un­um en óar við þeirri þró­un sem hef­ur átt sér stað þar.

Flúði ástandið í Palestínu
Vill ekki þekkjast Palestínski blaðamaðurinn sem hér lýsir reynslu sinni vill hvorki birta nafn sitt né mynd af sér. Aðstæður blaðamanna í Palestínu eru hættulegar, á síðasta ári voru þannig tveir blaðamenn drepnir af ísraelskum leyniskyttum. Mynd: Shutterstock

Áður en stofnandi Wikileaks, Julian Assange, var handekinn við sendiráð Ekvador í London, þann 11. apríl, voru árásir á hendur fjölmiðlafólki og þöggunartilburðir stöðugir. Hann er sá síðasti og engin leið að vita hver verður næstur.

Sem palestínskur blaðamaður – eða fyrrverandi, er ég þeirrar skoðunar að það að fela sannleikann um fólk er niðurrif lýðræðis, mannréttinda og brot gegn tjáningarfrelsi, svo ég flutti til Bandaríkjanna árið 2015 í leit að betra lífi, frelsi og stöðugleika. En jafnvel hér leit út fyrir að ég þyrfti að endurhugsa starfsvettvang minn sem blaðamaður til að forðast áhættu, ógnanir og handtökur, líkt og ég óttaðist í heimalandi mínu.

Í forsetakosningunum árið 2016 komst Donald Trump til valda. „Á fyrsta starfsári sínu sem forseti, réðst Trump og stjórn hans á mismunandi fjölmiðla og fjölmiðlafólk yfir 400 sinnum,“ eins og fram kom í Media Matters for America …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár