Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Læst inni í fangaklefa með ungbarn

Ingi­björg Lilja Þór­munds­dótt­ir flutti dreng­ina sína til Ís­lands án sam­þykk­is fyrr­ver­andi eig­in­manns síns og barns­föð­ur, sem hafði ver­ið til rann­sókn­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota. Hún var hand­tek­in eft­ir að­al­með­ferð­ina í for­ræð­is­deilu í Stokk­hólmi og lýs­ir því hvernig hún út­bjó skipti­að­stöðu fyr­ir átta vikna dótt­ur sína, lok­uð í fanga­klefa í Krono­bergs­häktet, stærsta fang­elsi Sví­þjóð­ar.

Læst inni í fangaklefa með ungbarn
Í fangelsi með barnið „Eflaust hefðu fáir trúað því að aðeins örfáum mínútum áður hafði ég setið læst inn í fangaklefa, í grænum jogginggalla merktum sænsku fangelsi,“ segir Ingibjörg. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir var handtekin í Svíþjóð þann 22. maí síðastliðinn og lokuð inni í fangaklefa ásamt átta vikna gamalli dóttur sinni. 

„Það var súrrealískt að rétta fangaverði með svarta leðurhanska dóttur mína svo að ég gæti farið í fötin sem fangelsið skaffaði mér,“ segir hún í samtali við Stundina. „Ég reyndi að vera sterk og hélt alveg sönsum, en eftir á að hyggja held ég að ég hafi bara verið í of miklu sjokki til að geta brotnað niður.“

Ástæðan fyrir handtökunni er sú að Ingibjörg hafði gerst brotleg við Haag-samninginn og sænsk lög í fyrra þegar hún flutti frá Svíþjóð til Íslands með syni sína án samþykkis fyrrverandi eiginmanns síns og barnsföður, sem hafði verið til rannsóknar vegna meints kynferðisbrots gegn yngri syninum. 

Eldri drengurinn hefur margsinnis beðist undan því að vera sendur til pabba síns sem hann segir að hafi slegið og sparkað í sig. Héraðsdómur Reykjaness leit sérstaklega til vilja drengsins í dómsúrskurði þann 20. febrúar síðastliðinn þar sem kröfu föðurins um að bræðurnir yrðu sendir til Svíþjóðar var hafnað.

Landsréttur sneri hins vegar dómnum við þann 11. apríl og taldi markmið Haag-samningsins, um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa, vega þyngra en afstaða drengsins og frásögn hans af harðræði. 

Eftir að Ingibjörg mætti fyrir sænskan dómstól vegna aðalmeðferðar í forsjármálinu þann 22. maí var hún tekin höndum og lokuð inni í fangaklefa í nokkrar klukkustundir með kornunga dóttur sína sem hún á með núverandi sambýlismanni sínum. 

Hélt að hún væri vandamálið

Í áralangri afneitun„Ég leitaði mér aðstoðar hjá fagaðilum og hélt að það væri ég sem væri vandamálið.“

Ingibjörg og fyrrverandi eiginmaður hennar, maður af austur-evrópskum uppruna, kynntust árið 2004, gengu í hjónaband tveimur árum síðar og eiga saman tvo unga drengi, 12 ára og 5 ára. Þau bjuggu á Íslandi framan af en fluttu til Svíþjóðar árið 2012 þegar maðurinn fékk vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtæki í Stokkhólmi. 

Fljótlega komu brestir í sambandið. Ingibjörg komst að því að maðurinn átti í kynferðislegum samskiptum við konur á internetinu, auk þess sem hann reyndi ítrekað að komast í samband við mjög ungar stúlkur, allt niður í 14 ára gamlar, í gegnum Myspace. 

Maðurinn viðurkenndi að hann ætti við alvarlega kynlífsfíkn að stríða og hjónin leituðu aðstoðar hjá prestinum sem hafði gift þau fáeinum vikum áður. Með tímanum fóru einnig skapgerðarvandamál að láta á sér kræla; sambúðin varð æ erfiðari, maðurinn gerðist stjórnsamur og reiddist af minnsta tilefni.

„Ég leitaði mér aðstoðar hjá fagaðilum og hélt að það væri ég sem væri vandamálið. Afneitunin var svo mikil að ég fór til hvers sálfræðingsins á fætur öðrum því mér hugnaðist ekki alltaf ráðleggingar þeirra,“ segir Ingibjörg. „Ég man að einn virtur sálfræðingur sagði mér að líklega myndi þetta ágerast með tímanum ef ekkert væri að gert. Og það reyndist rétt. Með árunum hætti hann að segja fyrirgefðu þegar hann fór yfir strikið og svo fór reiðin og heiftin að beinast að eldri syni okkar. Stundum viðurkenndi hann að hann ætti við vandamál að stríða og lofaði að leita sér hjálpar, og þá varð allt gott í einhvern tíma. En svo fór þetta alltaf í sama gamla farið og fyrr en varði var ég aftur farin að hringja grátandi heim til systur minnar eða bestu vinkonu.“

Atvikið sem gerði útslagið

Árið 2015 var 16 ára stúlka, tengd fjölskyldu Ingibjargar, gestur á heimilinu í nokkra daga. Einn morguninn kom stúlkan til Ingibjargar niðurbrotin og sagði henni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina og þreifað á henni. 

„Hún var greinilega í uppnámi og hafði enga ástæðu til að búa þetta til. Ég tók hana  trúanlega og sagði honum að yfirgefa heimilið strax,“ segir Ingibjörg í greinargerð sem hún sendi lögmönnum sínum í fyrra. „Hann sýndi eftirsjá en viðurkenndi ekkert. Hann sagði að þetta væri misskilningur, hann hefði farið inn í herbergið til að sækja hleðslutæki og hugsanlega hrasað á rúmið. Hann hafði verið á fylleríi þessa nóttina.“ Ingibjörg segir skýringuna um hleðslutækið ekki standast, enda hefði stúlkan verið búin að vera hjá þeim nokkrar nætur og hann augljóslega ekkert erindi átt inn í herbergið hennar um nóttina. Stundin fékk staðfestingu á atvikalýsingunni við vinnslu fréttarinnar, en fyrir liggur skriflegur vitnisburður frá ungu konunni.

„Ég tók hana trúanlega og sagði honum að yfirgefa heimilið strax“

„Nú var mælirinn fullur og kominn tími á skilnað, því minn stærsti ótti var sá að hann myndi brjóta á einhverju okkar og ég varð að horfast í augu við vandamálið. Í fyrstu var ég vongóð um að þetta yrði friðsamlegt skilnaðarferli. En þegar honum varð ljóst að mér var alvara varð hann viti sínu fjær af reiði og rak mig af heimilinu án þess að ég hefði fundið mér nýja íbúð. Eitt sinn þegar ég kom inn á heimili okkar var hann 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár