Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mögulegt að fleiri Íslendingar dragist inn í rannsóknina

Krist­inn Hrafns­son krefst svara og seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að ís­lensk yf­ir­völd hafi veitt banda­rísk­um stjórn­völd­um liðsinni við „svo­kall­aða sak­a­rann­sókn“ gegn Ju­li­an Assange og Wiki­Leaks, rann­sókn sem hann seg­ir minna meira á póli­tísk­ar of­sókn­ir og of­stæki en saka­mál­a­rann­sókn.

Mögulegt að fleiri Íslendingar dragist inn í rannsóknina

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, greinir frá því að honum hafi borist til eyrna að fyrir um mánuði síðan, eða þann 6. maí, hafi lögreglumaður frá FBI komið til Íslands vegna rannsóknar á hendur Julian Assange og WikiLeaks. Með honum í för hafi verið saksóknari frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Með aðstoð íslensku lögreglunnar hafi þeim tekist að hafa uppi á Sigurði Inga Þórðarsyni, og haft milligöngu um að leggja fyrir hann rannsóknarspurningar, áður en honum var flogið út til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi í boði þarlendra fram að síðustu helgi. 

„Ég vænti þess að fleirum en mér þyki forvitnilegt að vita hvernig vera megi að íslensk yfirvöld veiti liðsinni sitt í pólitískum ofsóknum og ofstæki sem lýst hefur verið sem skelfilegustu aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum og blaðamennsku í heiminum á síðari tímum. Þær ofsóknir beinast meðal annars að íslenskum ríkisborgurum,“ skrifar Kristinn í færslu sem hann birti á Facebook fyrr í kvöld. Þar greinir hann jafnframt frá því að hann hafi sent  fyrirspurn á forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Fyrirspurn hans hafi ekki verið svarað.

Fleiri Íslendingar gætu flækst í málið

Í erindi Kristins krefst hann svara, meðal annars á þeim forsendum að sakarannsóknin gegn WikiLeaks beinist meðal annars að honum, auk þess sem fleiri Íslendingar gætu flækst inn í þá rannsókn.

„Fullyrt er að hingað til lands hafi komið tveir fulltrúar frá þessum embættum 6. maí s.l. og átt í samskiptum við Ríkislögreglustjórann og embætti Ríkissaksóknara sem mér er sagt að hafi haft milligöngu um samnngagerð við Sigurð Inga um að hann bæri vitni í téðri sakarannsókn gegn fullvissu um eigið friðhelgi. Fylgir sögunni að íslensk embætti hafi haft milligöngu um að útvega Sigðurði lögmann til að gæta hans hagsmuna. Í kjölfarið hafi Sigurður haldið til Bandaríkjanna þann 27. maí s.l. Og dvalið þar til 1. júní og gefið sinn vitnisburð sem innlegg í sakarannsóknina sem rekin er fyrir leynidómstól (Grand Jury) í austurhluta Virginíuríkis.“

Umræddur Sigurður er betur þekktur sem Siggi hakkari, en árið 2015 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á níu drengjum á aldrinum 15-17 ára með tælingum og kaupum á vændi. Sjálfur var hann 23 ára gamall þegar dómur féll og gekkst hann við brotunum og samþykkti að greiða þolendum sínum miskabætur. 

„Auk þess sem mögulegt er að fleiri Íslendingar en ég dragist í net þessarar rannsóknar sem ber meiri blæ af pólitískum ofsóknum en sakarannsókn“ 

„Þar sem staðfest er að ég hef um árabil verið viðfang þessarar sakarannsóknar, svo og tveir af mínum fyrrverandi og núverandi samstarfsfélögum (Sarah Harrisson og Joseph Farrell), auk þess sem mögulegt er að fleiri Íslendingar en ég dragist í net þessarar rannsóknar sem ber meiri blæ af pólitískum ofsóknum en sakarannsókn, og fyrir það að ég ritstýri WikiLeaks um þessar mundir, tel ég yður skylt að veita mér upplýsingar um þetta tilvik,“ segir meðal annars í bréfi Kristins.

Hafði forsætisráðherra vitneskju um aðstoð yfirvalda?

Beinir hann eftirfarandi spurningum til stjórnvalda:

Til utanríkisráðherra: Hafðir þú eða ráðuneyti þitt vitneskju og/eða milligöngu um að þessir embættismenn kæmu til landsins í fyrrgreindum erindagjörðum?

Til dómsmálaráðherra: Hafðir þú, ráðuneytið þitt og/eða undirstofnanir vitneskju og/eða milligöngu um þessa aðstoð við hina erlendu sakarannsókn?

Til Ríkislögreglustjóra: Á hvaða grunni veitti embætti yðar þessa aðstoð sem meðal annars beinist gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgarar?

Til Ríkissaksóknara: Á hvaða lagagrunni byggir embætti yðar þegar veitt er aðstoð af þessu tagi?

Til forsætisráðherra: Var yður sem forsætisráðherra ljóst að ríkisstjórn í nafni yðar og embættismenn sem starfa undir hennar stjórn, væru með þessum hætti að veita aðstoð sína við pólitíska aðgerð sem nú þegar er fordæmd víða um heim sem ein versta aðför að frelsi fjölmiðla á síðari tímum?

Hætta á 175 ára fangelsisdómi

Að lokum óskar hann svara fyrir 14. Júní, þegar frestur bandarískra yfirvalda rennur út til að skila inn skjölum og bæta við ákærum á hendur Julian Assange, útgefanda WikiLeaks, til að styðja við framsalskröfu í Bretlandi. Nú þegar séu ákæruliðir orðnir 18, þar af 17 sem byggðir eru á njósnalöggjöf frá 1917 sem er nú í fyrsta sinn beitt gegn blaðamönnum. Samtals fela þessir átján ákæruliðir samanlagða hámarksrefsingu upp á 175 ára fangelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár