Um þessar mundir eru fimm ár frá því að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu þar sem greint var frá því að fjöldi þeirra sem voru á flótta vegna átaka í heiminum hefði farið yfir fimmtíu milljónir í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Fjallað var um þetta á forsíðum flestra fjölmiðla næstu daga. Á næstu áratugum er talið að fimm sinnum fleiri neyðist til að flýja heimili sín og þá vegna hamfarahlýnunar af manna völdum, eða um 250 milljónir manna. Tölur um fjölda eru þó nokkuð á reiki en sérfræðingar víða um heim eru sammála um að ekki færri en 250 milljónir verði á flótta, sumir hafa spáð því að 150 milljónir manna verði á flótta og enn aðrir sagt að allt upp í einn milljarður manna þurfi að flýja heimili sín vegna hnattrænnar hlýnunar. Öll eru þó sammála um að framundan sé neyð af stærðargráðu sem aldrei …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Fordæmalaus neyð: Hundruð milljóna gætu lent á vergangi vegna loftslagsvanda
Loftslagsbreytingarnar munu koma verst niður á íbúum fátækustu landa heims, fólki sem nú þegar býr við örbirgð, fólki sem þegar er í afar viðkvæmri stöðu og býr í löndum þar sem innviðir eru veikir og íbúar í meiri hættu vegna náttúruhamfara.
Athugasemdir