Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Ragn­ar Lýðs­son var fædd­ur og upp­al­inn að Gýgjar­hóli í Bisk­upstung­um, á staðn­um þar sem hann lést eft­ir árás bróð­ur síns. Börn Ragn­ars lýsa því hvernig þeim varð smám sam­an ljóst að föð­ur­bróð­ir þeirra hefði ráð­ist að föð­ur þeirra með svo hrotta­leg­um hætti, hvernig hvert áfall­ið tók við af öðru eft­ir því sem rann­sókn máls­ins mið­aði fram. „Þetta voru svo mik­il svik.“ Þau segja frá því hvernig griðastað­ur þeirra varð skyndi­lega vett­vang­ur mar­trað­ar, áhrif­um þess á fjöl­skyld­una og bar­átt­unni fyr­ir rétt­læti.

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Í hvert sinn sem hann sneri aftur á gamla bæinn sinn kom sérstakt blik í augu hans. Það leyndi sér ekki, að í sveitinni var hann heima. Á bænum Gýgjarhóli í Biskupstungum var Ragnar Lýðsson fæddur og uppalinn, þar bjó eldri bróðir hans enn og húsið stóð alltaf opið fjölskyldunni. Allt í kring voru vinir og ættingjar. Þrátt fyrir að Ragnar kynni alltaf vel við sig í sveitinni, hefði ágætt lag á skepnum, væri hestamaður mikill og gengi í öll verk, átti ekki fyrir honum að liggja að taka við búinu á sínum tíma. Það gerðu eldri bræður hans, sem ráku þar blómlegt félagsbú um tíma. Sjálfur var hann leitandi, gekk til sjós þar til hann lenti í alvarlegu bílslysi, hóf nám í málmsmíði en færði sig yfir í húsasmíði, vann sem bústjóri á meðferðarheimili, vann við smíði og uppsetningu, og fann sig að lokum sem stórverktaki. Fyrirtækið var í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár