Í hvert sinn sem hann sneri aftur á gamla bæinn sinn kom sérstakt blik í augu hans. Það leyndi sér ekki, að í sveitinni var hann heima. Á bænum Gýgjarhóli í Biskupstungum var Ragnar Lýðsson fæddur og uppalinn, þar bjó eldri bróðir hans enn og húsið stóð alltaf opið fjölskyldunni. Allt í kring voru vinir og ættingjar. Þrátt fyrir að Ragnar kynni alltaf vel við sig í sveitinni, hefði ágætt lag á skepnum, væri hestamaður mikill og gengi í öll verk, átti ekki fyrir honum að liggja að taka við búinu á sínum tíma. Það gerðu eldri bræður hans, sem ráku þar blómlegt félagsbú um tíma. Sjálfur var hann leitandi, gekk til sjós þar til hann lenti í alvarlegu bílslysi, hóf nám í málmsmíði en færði sig yfir í húsasmíði, vann sem bústjóri á meðferðarheimili, vann við smíði og uppsetningu, og fann sig að lokum sem stórverktaki. Fyrirtækið var í …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
Ragnar Lýðsson var fæddur og uppalinn að Gýgjarhóli í Biskupstungum, á staðnum þar sem hann lést eftir árás bróður síns. Börn Ragnars lýsa því hvernig þeim varð smám saman ljóst að föðurbróðir þeirra hefði ráðist að föður þeirra með svo hrottalegum hætti, hvernig hvert áfallið tók við af öðru eftir því sem rannsókn málsins miðaði fram. „Þetta voru svo mikil svik.“ Þau segja frá því hvernig griðastaður þeirra varð skyndilega vettvangur martraðar, áhrifum þess á fjölskylduna og baráttunni fyrir réttlæti.
Athugasemdir