Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rússarannsókn Mueller var bara byrjunin

Marg­ir Demó­krat­ar á Banda­ríkja­þingi eru þeirr­ar skoð­un­ar að nið­ur­staða skýrsl­unn­ar sé svo al­var­leg að óumflýj­an­legt sé að hefja und­ir­bún­ing Lands­dómsákæru á hend­ur Don­ald Trump.

Nú þegar tvær vikur eru liðnar frá birtingu ritskoðaðrar útgáfu Muellerskýrslunnar er hún enn eitt mikilvægasta umræðuefnið í bandarískum stjórnmálum. Niðurstaða hennar var nefnilega mun flóknari og alvarlegri en Trump og talsmenn hans hafa viljað vera láta. Margir Demókratar á Bandaríkjaþingi eru þeirrar skoðunar að niðurstaða hennar sé svo alvarleg að óumflýjanlegt sé að hefja undirbúning landsdómsákæru á hendur Donald Trump. Reynslan af landsdómsmálinu yfir Bill Clinton virðist hins vegar hræða forystu flokksins frá því að taka þetta afdrifaríka skref.

En hvað felst í landsdómi og hversu líklegt er að Demókratar reyni að beita eina tækinu sem þingið hefur til að setja af sitjandi forseta? Hvað segir Muellerskýrslan um landsdóm og hvað segir landsdómsmálið gegn Nixon okkur um yfirvofandi landsdóm yfir Trump?

Flugumaðurinn Trump

Eini glæpurinn sem Mueller hreinsaði Trump af er sá að hann hafi verið flugumaður Kremlín eða beinlínis unnið með rússneskum stjórnvöldum. Fyrri hluti skýrslunnar fjallar um …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár