Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fátækustu ríkin greiða skuldir og skera niður í stað þess að byggja upp

Á und­an­förn­um ár­um hafa þró­un­ar­lönd var­ið æ hærra hlut­falli tekna sinna í að end­ur­greiða er­lend­ar skuld­ir. Þrjú ríki sem eru á lána­áætl­un hjá Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um skáru nið­ur rík­is­út­gjöld um 20 pró­sent á tíma­bil­inu 2016 til 2018.

Fátækustu ríkin greiða skuldir og skera niður í stað þess að byggja upp
Fátækt og skuldaáþján Ríki í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur glíma við alvarlegan skuldavanda en þar hefur jafnframt komið bakslag í baráttuna gegn fátækt. Þessi mynd er tekin í Kamerún. Mynd: Shutterstock

Skuldabyrði þróunarlandanna hefur þyngst umtalsvert á undanförnum árum og fátækustu ríki heims verja í dag um tvöfalt hærra hlutfalli af opinberum tekjum í endurgreiðslu erlendra skulda en árið 2010. Hlutfallið var 12,2 prósent í fyrra og hefur ekki verið hærra síðan árið 2004 (þá var það 13,8 prósent), áður en G7-ríkin ákváðu að láta afskrifa tugmilljarða bandaríkjadala af skuldum þróunarlanda við Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Penny Mordaunt, þróunarmálaráðherra Bretlands, lýsti áhyggjum af skuldabyrðinni á vorfundi Alþjóðabankans á dögunum og kallaði eftir auknu gagnsæi um lánveitingar. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins glíma 24 af 60 tekjulægstu ríkjum heims við alvarlegan skuldavanda eða eiga á hættu að lenda í slíkri stöðu. 

Lágt vaxtastig ýtti undir skuldasöfnun

„Umheimurinn verður að vakna til meðvitundar um þennan sívaxandi skuldavanda,“ segir Tim Jones, yfirmaður stefnumótunar hjá Jubilee Debt Campaign, breskum samtökum sem berjast fyrir því að skuldum sé létt af fátækustu ríkjum heims. Haft er eftir honum í The Guardian að ríkin sem glíma við mesta skuldabyrði hafi dregið verulega úr opinberum útgjöldum og þetta grafi undan hvers kyns viðleitni til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Nýlega létu samtökin vinna greiningu á skuldastöðu þróunarlandanna á grundvelli opinberra gagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Niðurstaðan er sú að erlendar skuldir hins opinbera í þeim ríkjum er teljast til þróunarlanda hafa tvöfaldast frá 2008 og námu um 424 milljörðum bandaríkjadala árið 2018. Þetta er meðal annars afleiðing af lækkun hrávöruverðs, styrkingu bandaríkjadalsins og loks nýlegum vaxtahækkun í Bandaríkjunum, en undanfarin ár hefur lágt vaxtastig í heiminum ýtt undir skuldasöfnun þróunarríkja.

Angóla varði sem nemur 57 prósentum af öllum opinberum tekjum árið 2018 í endurgreiðslu skulda, en ríkisútgjöld þar í landi drógust saman um 19 prósent milli 2016 og 2018. Í Kamerún og Egyptalandi var ráðist í meira en 20 prósenta niðurskurð ríkisútgjalda á sama tímabili um leið og ríkin stórjuku endurgreiðslur á erlendum skuldum. Öll þrjú ríkin eiga það sameiginlegt að hafa þegið lán og gengist undir skilyrði og áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á undanförnum árum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár