Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fátækustu ríkin greiða skuldir og skera niður í stað þess að byggja upp

Á und­an­förn­um ár­um hafa þró­un­ar­lönd var­ið æ hærra hlut­falli tekna sinna í að end­ur­greiða er­lend­ar skuld­ir. Þrjú ríki sem eru á lána­áætl­un hjá Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um skáru nið­ur rík­is­út­gjöld um 20 pró­sent á tíma­bil­inu 2016 til 2018.

Fátækustu ríkin greiða skuldir og skera niður í stað þess að byggja upp
Fátækt og skuldaáþján Ríki í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur glíma við alvarlegan skuldavanda en þar hefur jafnframt komið bakslag í baráttuna gegn fátækt. Þessi mynd er tekin í Kamerún. Mynd: Shutterstock

Skuldabyrði þróunarlandanna hefur þyngst umtalsvert á undanförnum árum og fátækustu ríki heims verja í dag um tvöfalt hærra hlutfalli af opinberum tekjum í endurgreiðslu erlendra skulda en árið 2010. Hlutfallið var 12,2 prósent í fyrra og hefur ekki verið hærra síðan árið 2004 (þá var það 13,8 prósent), áður en G7-ríkin ákváðu að láta afskrifa tugmilljarða bandaríkjadala af skuldum þróunarlanda við Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Penny Mordaunt, þróunarmálaráðherra Bretlands, lýsti áhyggjum af skuldabyrðinni á vorfundi Alþjóðabankans á dögunum og kallaði eftir auknu gagnsæi um lánveitingar. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins glíma 24 af 60 tekjulægstu ríkjum heims við alvarlegan skuldavanda eða eiga á hættu að lenda í slíkri stöðu. 

Lágt vaxtastig ýtti undir skuldasöfnun

„Umheimurinn verður að vakna til meðvitundar um þennan sívaxandi skuldavanda,“ segir Tim Jones, yfirmaður stefnumótunar hjá Jubilee Debt Campaign, breskum samtökum sem berjast fyrir því að skuldum sé létt af fátækustu ríkjum heims. Haft er eftir honum í The Guardian að ríkin sem glíma við mesta skuldabyrði hafi dregið verulega úr opinberum útgjöldum og þetta grafi undan hvers kyns viðleitni til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Nýlega létu samtökin vinna greiningu á skuldastöðu þróunarlandanna á grundvelli opinberra gagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Niðurstaðan er sú að erlendar skuldir hins opinbera í þeim ríkjum er teljast til þróunarlanda hafa tvöfaldast frá 2008 og námu um 424 milljörðum bandaríkjadala árið 2018. Þetta er meðal annars afleiðing af lækkun hrávöruverðs, styrkingu bandaríkjadalsins og loks nýlegum vaxtahækkun í Bandaríkjunum, en undanfarin ár hefur lágt vaxtastig í heiminum ýtt undir skuldasöfnun þróunarríkja.

Angóla varði sem nemur 57 prósentum af öllum opinberum tekjum árið 2018 í endurgreiðslu skulda, en ríkisútgjöld þar í landi drógust saman um 19 prósent milli 2016 og 2018. Í Kamerún og Egyptalandi var ráðist í meira en 20 prósenta niðurskurð ríkisútgjalda á sama tímabili um leið og ríkin stórjuku endurgreiðslur á erlendum skuldum. Öll þrjú ríkin eiga það sameiginlegt að hafa þegið lán og gengist undir skilyrði og áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á undanförnum árum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár