Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stærsta verkfallsbylgja í áratugi skekur Bandaríkin

Með­an stöð­ug fjöl­mið­la­upp­hlaup og enda­laus, og oft nán­ast óskilj­an­leg hneykslis­mál Banda­ríkja­foseta, hafa gleypt at­hygli fjöl­miðla hef­ur ein stærsta frétt síð­asta árs í Banda­ríkj­un­um að mestu far­ið fram­hjá al­menn­ingi: Stærsta bylgja verk­falla og vinnu­stöðv­ana síð­ustu hálfr­ar ald­ar skek­ur nú Banda­rík­in.

Stærsta verkfallsbylgja í áratugi skekur Bandaríkin
Kennari í verkfalli Chris Baehrend, forseti kennarasambands í Chicago, mótmælir í febrúar síðastliðnum í einu fjölmargra kennaraverkfalla í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Mynd: Wikimedia Commons

Í fyrrra tóku 485.200 manns þátt í verkföllum og vinnustöðvunum í Bandaríkjunum, fleiri en nokkru sinni síðan 1986. Þessi verkfallsbylgja er fyrst og fremst knúin áfram af vaxandi róttækni kennara. 370.000 kennarar lögðu niður störf árið 2018. Og það er ekkert lát á aðgerðunum. Þvert á móti virðast verkfallsaðgerðir kennara vera að breiðast út.

Verkföllin eru merkileg fyrir margra hluta sakir, ekki síst þá að verkföll eru fátíð í Bandaríkjunum þar sem verkalýðs- og stéttarfélög eru mjög veikburða. Aðeins rétt 10,7 prósent bandarísks launafólks er í stéttarfélagi. Verkföll margra stétta, til dæmis opinberra starfsmanna eins og kennara, eru beinlínis ólögleg í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Árið 2017 tóku því ekki nema 25.000 manns þátt í verkföllum.

Verkföll síðasta árs eru því mjög óvenjuleg, og fara þarf allt aftur til aldamótanna 1900 og fyrstu áratuga 20. aldar til að finna verkföll af sambærilegri stærðargráðu.

Mótmælt í ChicagoKennarar hafa kvartað undan því …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár