Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Drottningin í teboðinu

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen er einn hægris­inn­að­asti stjórn­mála­mað­ur lands­ins. Karl Th. Birg­is­son skrif­ar um það sem hef­ur ein­kennt hana sem stjórn­mála­mann og það sem hef­ur ekki ver­ið sjá­an­legt.

Fyrir því má færa gild rök að Sigríður Á. Andersen sé hægrisinnaðasti stjórnmálamaðurinn á Alþingi.

Allur málflutningur hennar endurómar sígilt ákall hægri mannsins um lægri skatta, minni ríkisafskipti og meiri einkarekstur, líka í velferðarþjónustunni, minna eftirlit og færri reglur í atvinnulífinu, efasemdir um nauðsyn aðgerða í umhverfismálum, hálfgerða fyrirlitningu á jafnréttisbaráttunni og nokkuð harðan tón í málefnum innflytjenda. Svo nokkuð sé nefnt.

Frumleg á þingi

Þessum skoðunum Sigríðar sér þó ekki víða stað í þingmálum sem hún hefur flutt. Hún hefur raunar ekki lagt þau fram mjög mörg sem óbreyttur þingmaður.

Fyrsta mál hennar var fremur óvenjulegt. Það fól í sér að bannað yrði að skipa einstakling í embætti á vegum ríkisins ef sá sinn sami hefði verið settur til að gegna því undanliðna tólf mánuði. Setning í embætti er jafnan tímabundin og gripið til hennar með skömmum fyrirvara og við óvenjubundnar aðstæður. Gert er ráð fyrir að starfið sé …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár