Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mamma, er ég að deyja?

Hjört­ur Elías Ág­ústs­son, sem er níu ára, greind­ist í fe­brú­ar í fyrra með eitilfrumukrabba­mein. Móð­ir hans, Ír­is Jóns­dótt­ir, seg­ir frá þess­ari erf­iðu veg­ferð sem fjöl­skyld­an fór sam­an. Ír­is, sem er ein­stæð þriggja barna móð­ir og ör­yrki, seg­ir líka frá öðr­um erf­ið­leik­um í lífi sínu.

Ískaldur dagur. Það er notalegt að koma inn úr kuldanum í fjölbýlishúsið þar sem Íris Jónsdóttir heilsar hlýlega. Inni í stofu situr glaðlegur strákur í svörtum og rauðum stuttermabol með mynd af stórri könguló framan á. Þetta er sonur hennar, Hjörtur Elías, sem er níu ára. Hann er með armband. Það er gert úr perlum og á þeim eru orðin FUCK CANCER.

Við setjumst inn í stofu. Hjörtur Elías sest á milli okkar og blaðar af og til í bók þar sem eru myndir sem teknar hafa verið í veikindum hans undanfarið ár.

„Hann er sem betur fer ekki lengur inniliggjandi í meðferð,“ segir Íris og sýnir hvar leggur liggur inn í líkama Elíasar en þar hafa lyfin farið í gegn.

„Hjörtur Elías var alltaf frískur drengur,“ segir Íris með áherslu. „Þetta barn var aldrei lasið og var með pottþéttar mætingar í skóla. Hann varð mjög veikur í lok janúar í fyrra. Hann kastaði mikið upp og var illt í maganum og var orðinn mjög fölur og máttlaus.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár