Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fara yfir umsóknir þeirra sem fengu synjun á húsnæðisúrræði

Rík­is­skatt­stjóri mun taka aft­ur upp 41 um­sókn eft­ir nið­ur­stöðu yf­ir­skatta­nefnd­ar. Um­sækj­end­um var synj­að um að nota sér­eigna­sparn­að til að greiða inn á hús­næð­is­lán.

Fara yfir umsóknir þeirra sem fengu synjun á húsnæðisúrræði

Ríkisskattstjóri mun taka 41 umsókn til meðferðar á ný þar sem fólki var synjað um heimild til að nota séreignasparnað til að greiða inn á höfuðstól láns síns skattfrjálst. Yfirskattanefnd úrskurðaði í síðustu viku kæranda í hag sem hafði verið synjað um heimild til að færa sig á milli húsnæðisúrræða eftir kaup á fyrstu íbúð.

Ríkisskattstjóri hafnaði 41 umsókn þeirra sem skipt höfðu um húsnæði frá því þeir keyptu sína fyrstu eign og vildu færa sig á milli húsnæðisúrræða haustið 2017. Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur var ein þeirra sem fékk synjun og kærði hún niðurstöðuna. Yfirskattanefnd féllst í síðustu viku á umkvörtun hennar.

„Hjá ríkisskattstjóra er nú unnið að því að eigin frumkvæði að yfirfara allar umsóknir sem hefur verið synjað á sömu forsendum og uppi voru í þeim úrskurði sem vísað er til,“ segir í svari embættisins við fyrirspurn Stundarinnar. „Um er að ræða 41 umsókn og er nú þegar byrjað að endurupptaka þær. Viðkomandi fær tilkynningu inn á þjónustusíðu sína á skattur.is þegar búið er að yfirfara hans mál.“

Í svari ríkisskattstjóra kemur fram að þeir umsækjendur sem eru í sömu stöðu og Brynhildur þurfi ekki að hafa samband við embættið af fyrra bragði. „Rétt er að geta þess einnig varðandi önnur séreignarsparnaðarmál að ríkisskattstjóri tekur almennt upp mál af eigin frumkvæði ef yfirskattanefnd kemst að annarri niðurstöðu en miðað var við í upphafi,“ segir í svarinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldaleiðréttingin

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
FréttirSkuldaleiðréttingin

Tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að fólki um hús­næð­isúr­ræði

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir lög­fræð­ing­ur fékk í dag úr­skurð frá yf­ir­skatta­nefnd þess efn­is að henni sé áfram heim­ilt að nota sér­eigna­sparn­að skatt­frjálst til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls hús­næð­is­láns, þrátt fyr­ir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að mörg­um um úr­ræð­ið.
Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir
Fréttir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka: Banka­skatt­ur­inn ein af ástæð­um þess hve vext­ir eru há­ir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
4
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa sam­far­ir við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Framtíð Sýrlands eftir valdaránið
6
Erlent

Fram­tíð Sýr­lands eft­ir vald­arán­ið

Ný rík­is­stjórn Sýr­lands, und­ir for­ystu Hay‘at Tahrir al-Sham (HTS), súnní ísla­mískra sam­taka, hef­ur sam­þykkt að all­ir vopn­að­ir upp­reisn­ar­hóp­ar í land­inu verði leyst­ir upp. Nýtt fólk, hlið­hollt HTS, hef­ur ver­ið skip­að í æðstu hern­að­ar­stöð­ur lands­ins, þar á með­al í varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið og leyni­þjón­ust­una eft­ir fall Assad-stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár