Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, sonur Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis, hefur keypt húsið sem hýst hefur bensínstöð olíufélagsins Olís á Stykkishólmi af smásölurisanum Högum. Sigurður Pálmi segir að hann muni reka þar verslun- og veitingasölu en að Olís muni hins vegar áfram eiga og reka bensíndælurnar við stöðina. „Ég er að kaupa grillskála þarna; þetta er bara Olísskáli sem ég keypti. Það er bensínstöð á planinu en ég keypti hana ekki heldur bara sjoppuna. Þetta bara fylgdi með í pakkanum í viðskiptunum við Haga,“ segir Sigurður Pálmi, sem ekki hefur ákveðið undir hvaða merkjum hann muni reka verslunina. Hann segir ekki standi til að hann kaupi frekari verslanir, eða sjoppur, á landsbyggðinni.
Fjallað er um viðskipti félags Sigurðar Pálma, Ísborgar ehf., með húsið sem bensínstöðin er í, í þinglýstu umboði frá nýrri stjórn Haga þar sem Finni Árnasyni er heimilað að leyfa veðsetningu á bensínstöðinni í Hólminum og veðsetningu á fasteign í Faxafeni …
Athugasemdir