„Ég kom hingað til að leita að betri kjörum, ég átti vini hér sem að hvöttu mig til að koma hingað til lands. Það hefur hins vegar gengið upp og niður, svo ekki sé meira sagt,“ segir Tobiasz Grzempowski Tobiasz, sem er fæddur í Póllandi en hefur búið hér á landi í um níu mánuði. Hingað kom hann þó frá Englandi.
„Ég hef sannarlega fundið fyrir stéttaskiptingunni og misskiptingunni í íslensku samfélagi síðan ég kom hingað til lands. En það er líka mikil stéttaskipting milli Íslendinga og útlendinga hér. Það á við um aðgang að atvinnu til að mynda, fyrir útlendinga er mjög erfitt að fá vinnu sem hæfir menntun þeirra hér á landi og að sama skapi er erfitt að klifra upp metorðastigann í fyrirtækjum. Hið sama á við um heilbrigðisþjónustuna og félagsþjónustuna, það er erfiðara fyrir útlendinga að komast þar að. Miðað við þann fjölda útlendinga sem hingað …
Athugasemdir