Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, seldi hlutabréf í laxeldisfyrirtækinu fyrir tæplega 340 milljónir króna árið 2017. Þetta gerði Kjartan í gegnum eignarhaldsfélagið sitt, Gyðu ehf., og var bókfærður hagnaður Gyðu ehf. þetta ár rúmlega 204 milljónir króna. Þetta sama ár greiddi móðurfélag Gyðu, Berg fjárfesting, út 125 milljóna króna arð til Kjartans og eiginkonu hans og ráðgerði að greiða út 50 milljóna króna arð í fyrra. Um þetta segir í ársreikningi Gyðu fyrir árið 2017: „Félagið er eignarhaldsfélag utan um hlutabréfaeign í Arnarlax A/S. Á árinu seldi félagið hluta af eign sinni í félaginu.“
Hver það var sem keypti hlutabréfin af félagi Kjartans liggur ekki fyrir. Kjartan er því sem sagt, enn sem komið er, einn af fáum sem hefur hagnast á viðskiptum með hlutabréf í íslensku laxeldi. Kjartan hins vegar ekki ræða um þessi viðskipti í fjölmiðlum. „Ég vil ekki tjá mig í fjölmiðlum um persónuleg viðskipti fjölskyldunnar.“
Almennt séð …
Athugasemdir