Pálmi Haraldsson, fjárfestir og eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, er aftur orðinn stór hluthafi í Icelandair eftir að hafa tekið fjóra milljarða í arð til félagsins Matthews Holdings í Lúxemborg út úr eignarhaldsfélagi sínu Fons síðla árs árið 2007. Pálmi er nú orðinn stærsti einkafjárfestirinn í Icelandair.
Eignarhald Pálma á Ferðaskrifstofu Íslands, meðal annars ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, er í gegnum félögin Academy S.á.r.l. og Nupur Holdings í Lúxemborg en bæði félögin eru í Lúxemborg. Hlutabréfin í Icelandair, samtals um 1 prósents hlutur sem er um 400 milljóna króna virði, eru einnig í eigu fyrirtækjanets Pálma sem hann á í gegnum Lúxemborg.
555 milljóna króna arður á nokkrum árum
Pálmi hefur áður verið hluthafi í Icelandair en það var á árunum 2003 til 2004 þegar hann var sat …
Athugasemdir