Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

Að­al­heið­ur Hulda Jóns­dótt­ir lést í Grinda­vík í síð­ustu viku eft­ir lang­vinna glímu við fíkni­sjúk­dóm. Sús­anna Mar­grét skrif­ar hjart­næm minn­ing­ar­orð um móð­ur sína sem var glað­vær, fynd­in, hlý og vildi allt fyr­ir alla gera.

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
Vildi fá mömmu sína til baka Súsanna segir að hún hafi oft verið hörð við mömmu sína því hún vildi fá hana til baka úr klóm fíkninnar. Mynd: Facebook / Súsanna Margrét Gunnarsdóttir

„Mitt loforð til þín elsku mamma, er að halda þér á lífi í sjálfri mér. Ég skal varðveita og tileinka mér alla þína fallegu eiginleika og styrkinn sem þú hafðir að geyma. Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú.“

Þetta skrifar Súsanna Margrét Gunnarsdóttir, dóttir Aðalheiðar Huldu Jónsdóttur, 43 ára konu sem fannst látin í Grindavík fimmtudaginn 7. febrúar. Aðalheiður skilur eftir sig þrjú börn en bænastund var haldin í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi.

„Mín von er sú að þið minnist hennar mömmu sem lífsglöðu Öllu Huldu en ekki fíkilsins sem varð því miður sterkari oft á tíðum og náði mikið yfir á seinustu árum,“ skrifar Súsanna, dóttir hennar.

„Þetta er eitthvað sem ég reyndi að búa mig undir og grunaði að myndi gerast vegna annarlegs ástands hennar en svoleiðis er bara ekki hægt að gera. Mig verkjar í hjartanu að þurfa að horfast í augu við blákaldan raunveruleikann og á ég erfitt með að skrifa eða segja upphátt hvað er í raun og veru búið að gerast. Fíkillinn í henni hafði staldrað við í lengri tíma í senn en hann áður gerði og varð það dýrkeypt fyrir okkar samband.“ 

Súsanna segir að hún hafi alltaf verið hörðust við mömmu sína og sér þyki það sérstaklega erfitt núna. „Ég vildi bara fá mömmu mína til baka en ekki fíkilinn. Ég elskaði hana meir en orð fá lýst þó ég gat ekki alltaf sagt ég elska þig til baka við hana né horft í augu hennar þegar við töluðumst við og það er eitthvað sem ég gat ekki gert í mínu síðasta samtali við hana sem mér þykir ansi þungbært.“

Hún hvetur fólk til að taka utan um þá sem því þykir vænt um og að taka ekki hverjum degi sem sjálfsögðum hlut. 

„Þegar fíkilinn fór í hlé varstu lífsglaðasta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst, vinkonur mínar elskuðu þig og sumar litu meira að segja á þig sem mömmu númer tvö. Elsku góða hjartað þitt sem þú hafðir að geyma yndislega mamma mín, vildir allt fyrir alla gera elsku hjartað mitt. Þú varst fyndnust í hverju einasta herbergi sem þú labbaðir inní og það var alltaf gaman í kringum þig. Ég veit ekki hvernig ég fer að án þín en ég veit samt sem áður að þú lýsir leiðina, fylgir mér og færir mér kraftinn til að takast á við lífið og gerir hið sama fyrir strákana þína, foreldra og alla þá sem urðu svo heppnir að verða á vegi þínum. Ég elska þig mamma mín, alltaf.“

Súsanna segir mömmu sína hafa lýst upp hvert augnablik með sínu stóra fallega brosi og hlátrinum. 

„Góðhjartaðari og fyndnari manneskju hef ég aldrei fundið og veit ég að mörg ykkar hafa sömu sögu að segja um elsku hjartans mömmu mína. Ég vonast til þess að þið hugsið til hennar blíðlega, minnist hennar og talið við hana þó þið sjáið hana ekki lengur. Ég vona að þegar þið heyrið í Whitney Houston þá hugsiði strax til hennar og vonandi dilliði ykkur eða syngið með, því ég veit að hún gerir það með ykkur. Ég vona að hún verði alltaf ljós í hjartanu ykkar líkt og mínu, ég veit hún gefur okkur styrkinn sem við sem hana þekktum þurfum og lýsir fyrir okkur leiðina í gegnum lífið. 

Aldrei hætta að tala um hana, því hún er og verður alltaf hér hjá okkur. Endilega deilið minningum um hana og við skulum minnast hennar með kærleika efst í huga.“ 

Vitnað er í skrif Súsönnu Margrétar með góðfúslegu leyfi hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár