Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

Að­al­heið­ur Hulda Jóns­dótt­ir lést í Grinda­vík í síð­ustu viku eft­ir lang­vinna glímu við fíkni­sjúk­dóm. Sús­anna Mar­grét skrif­ar hjart­næm minn­ing­ar­orð um móð­ur sína sem var glað­vær, fynd­in, hlý og vildi allt fyr­ir alla gera.

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
Vildi fá mömmu sína til baka Súsanna segir að hún hafi oft verið hörð við mömmu sína því hún vildi fá hana til baka úr klóm fíkninnar. Mynd: Facebook / Súsanna Margrét Gunnarsdóttir

„Mitt loforð til þín elsku mamma, er að halda þér á lífi í sjálfri mér. Ég skal varðveita og tileinka mér alla þína fallegu eiginleika og styrkinn sem þú hafðir að geyma. Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú.“

Þetta skrifar Súsanna Margrét Gunnarsdóttir, dóttir Aðalheiðar Huldu Jónsdóttur, 43 ára konu sem fannst látin í Grindavík fimmtudaginn 7. febrúar. Aðalheiður skilur eftir sig þrjú börn en bænastund var haldin í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi.

„Mín von er sú að þið minnist hennar mömmu sem lífsglöðu Öllu Huldu en ekki fíkilsins sem varð því miður sterkari oft á tíðum og náði mikið yfir á seinustu árum,“ skrifar Súsanna, dóttir hennar.

„Þetta er eitthvað sem ég reyndi að búa mig undir og grunaði að myndi gerast vegna annarlegs ástands hennar en svoleiðis er bara ekki hægt að gera. Mig verkjar í hjartanu að þurfa að horfast í augu við blákaldan raunveruleikann og á ég erfitt með að skrifa eða segja upphátt hvað er í raun og veru búið að gerast. Fíkillinn í henni hafði staldrað við í lengri tíma í senn en hann áður gerði og varð það dýrkeypt fyrir okkar samband.“ 

Súsanna segir að hún hafi alltaf verið hörðust við mömmu sína og sér þyki það sérstaklega erfitt núna. „Ég vildi bara fá mömmu mína til baka en ekki fíkilinn. Ég elskaði hana meir en orð fá lýst þó ég gat ekki alltaf sagt ég elska þig til baka við hana né horft í augu hennar þegar við töluðumst við og það er eitthvað sem ég gat ekki gert í mínu síðasta samtali við hana sem mér þykir ansi þungbært.“

Hún hvetur fólk til að taka utan um þá sem því þykir vænt um og að taka ekki hverjum degi sem sjálfsögðum hlut. 

„Þegar fíkilinn fór í hlé varstu lífsglaðasta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst, vinkonur mínar elskuðu þig og sumar litu meira að segja á þig sem mömmu númer tvö. Elsku góða hjartað þitt sem þú hafðir að geyma yndislega mamma mín, vildir allt fyrir alla gera elsku hjartað mitt. Þú varst fyndnust í hverju einasta herbergi sem þú labbaðir inní og það var alltaf gaman í kringum þig. Ég veit ekki hvernig ég fer að án þín en ég veit samt sem áður að þú lýsir leiðina, fylgir mér og færir mér kraftinn til að takast á við lífið og gerir hið sama fyrir strákana þína, foreldra og alla þá sem urðu svo heppnir að verða á vegi þínum. Ég elska þig mamma mín, alltaf.“

Súsanna segir mömmu sína hafa lýst upp hvert augnablik með sínu stóra fallega brosi og hlátrinum. 

„Góðhjartaðari og fyndnari manneskju hef ég aldrei fundið og veit ég að mörg ykkar hafa sömu sögu að segja um elsku hjartans mömmu mína. Ég vonast til þess að þið hugsið til hennar blíðlega, minnist hennar og talið við hana þó þið sjáið hana ekki lengur. Ég vona að þegar þið heyrið í Whitney Houston þá hugsiði strax til hennar og vonandi dilliði ykkur eða syngið með, því ég veit að hún gerir það með ykkur. Ég vona að hún verði alltaf ljós í hjartanu ykkar líkt og mínu, ég veit hún gefur okkur styrkinn sem við sem hana þekktum þurfum og lýsir fyrir okkur leiðina í gegnum lífið. 

Aldrei hætta að tala um hana, því hún er og verður alltaf hér hjá okkur. Endilega deilið minningum um hana og við skulum minnast hennar með kærleika efst í huga.“ 

Vitnað er í skrif Súsönnu Margrétar með góðfúslegu leyfi hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár