Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni lofaði Sigmundi að Gunnar Bragi „ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“ fyrir að skipa Geir

Ein­ræð­ur Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar veita ótrú­lega inn­sýn í póli­tísk hrossa­kaup og sam­trygg­ingu stjórn­mála­stétt­inn­ar við skip­un sendi­herra. Hér má hlusta á vin­ina út­skýra sendi­herrakap­al­inn.

Bjarni lofaði Sigmundi að Gunnar Bragi „ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“ fyrir að skipa Geir

Orðaskipti þingmanna sem voru hljóðrituð á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn veita ótrúlega innsýn í pólitísk hrossakaup og samtryggingu stjórnmálastéttarinnar við skipun sendiherra í utanríkisþjónustunni. 

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, heldur langa einræðu þar sem hann útskýrir hvað bjó að baki þegar hann skipaði Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson sem sendiherra árið 2014. 

Gunnar segist hafa skipað Geir með það fyrir augum að fá sjálfur bitling í utanríkisþjónustunni einhvern tímann seinna og komið þeim vilja sínum á framfæri við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.

Þá hafi hann gert Árna Þór, sem var þingmaður Vinstri grænna á þessum tíma, að sendiherra til að draga athyglina frá umdeildri skipun Geirs.

„VG-kjarninn varð brjálaður en hún Katrín sagði ekki orð vegna þess að ég átti fund með henni,“ segir Gunnar Bragi og lýsir Árna Þór sem „fávita“.

Nú í morgun sagði Gunnar Bragi í viðtalið við Rás 2 að frásögn hans hefði verið röng og hann verið að „bulla og ljúga“.

Á upptökunni má þó heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson staðfesta þann hluta frásagnarinnar er snýr að því að Gunnar Bragi hafi ætlast til að Sjálfstæðismenn launuðu honum þann greiða að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra í Washington.

Þannig er ljóst að annað hvort lugu bæði Gunnar Bragi og Sigmundur að kollegum sínum í Miðflokknum og Flokki fólksins, eða þá að skýring Gunnars Braga stenst ekki.

Bjarni „fylgdi málinu vel eftir“

Sagðist myndu launa greiðannBjarni sagði Sigmundi Davíð að Gunnar Bragi „ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“ ef Geir Haarde yrði skipaður sendiherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var forsætisráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, segist sjálfur hafa talað við Bjarna Benediktsson um óskir Gunnars Braga.

Bjarni hafi heitið Sigmundi því að ef Geir Haarde yrði skipaður sendiherra „ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. 

Þá segir Sigmundur að Bjarni hafi „fylgt málinu vel eftir“ og að síðar hafi þeir átt fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi utanríkisráðherra, og hann virst fús að hjálpa til.

Erfitt er að greina orðaskil í framhaldinu, en svo virðist sem hlutirnir hafi ekki gengið jafn smurt fyrir sig og kapparnir bundu vonir við.

Vildi greiða fyrir að skipa GeirGeir H. Haarde var dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot af stórfelldu gáleysi.Gunnar Bragi skipaði hann sendiherra árið 2014 og bað Bjarna Benediktsson um að fá sjálfur bitling í staðinn einhvern tímann seinna.

Gunnar Bragi hreykir sér af þeirri snilld sem hafi falist í því að skipa Árna Þór sem sendiherra á sama tíma og Geir H. Haarde. Þannig hafi Árni setið uppi með „allan skítinn“. 

Raunar hafi Geir Haarde sjálfur áttað sig á því síðar hvað þetta var klókt. „Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyrir. Það var enginn sem gagnrýndi mig,“ segir Gunnar Bragi.

Þá greinir hann frá því að rétt eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni hafi Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, hringt og verið búinn að frétta að Gunnar sæktist eftir sendiherrastöðu. 

Íslenska fyrirkomulagið býður upp á frændhygli

Utanríkisráðherra hefur sérstaka heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu við skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra samkvæmt lögum um utanríkisþjónustu Íslands. Skipunarvaldið er pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni án þess að skýr viðmið liggi fyrir um hæfni og forsendur ráðningar.

Fyrirkomulagið er öðruvísi í Danmörku, Noregi og Finnlandi, en þar eru lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar og ákvarðanir um skipun teknar tekin á grundvelli faglegs mats á hæfi, árangri og frammistöðu umsækjenda, jafnvel að undangenginni tillögu til ríkisstjórnar, konungsvalds eða forseta. 

Einræður Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs eru mögnuð samtímaheimild um þá frændhygli sem hefur tíðkast við skipun sendiherra á Íslandi. 

Gunnar Bragi:

„Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde sendiherra í Washington þá ræddi ég við Sigurð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auðvitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn sendiherra, ég gæti ekki hyglað Geir einum, það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að gera Árna Þór að sendiherra, sem var alveg ókeypis í rauninni – þú verður að athuga það að hann er bara fáviti sko þó hann sé frændi minn – og hvað gerist þá?

VG-kjarninn varð brjálaður en hún Katrín sagði ekki orð vegna þess að ég átti fund með henni og [hér heyrist illa hvað er sagt] þar sem ég tryggði að hún myndi ekki segja neitt. Og Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna… honum, hvað heitir hann söngvarinn, Friðriki Ómari. (…)

En Geir nefnilega sagði við mig eitt dálítið sérstakt, hann sagði: „Ég var brjálaður við þig Gunni þegar þú varst að gera Árna Þór að sendiherra en svo fattaði ég þetta allt í einu, að athyglin fór öll á Árna og ég var mjög glaður.“

[Hér skýtur einn viðstaddra inn: ‘Sagði hver við þig?’ og Gunnar Bragi svarar: ‘Geir H. Haarde’]. 

„Og það var ekki nóg með það að vinstri græna liðið var brjálað, því Árni er auðvitað ekkert annað en senditík Steingríms. En plottið mitt var að Geir yrði í skjólinu hjá Árna og það virkaði ekki bara 100 prósent heldur 170 prósent því að Árni fékk allan skítinn. Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyrir. Það var enginn sem gagnrýndi mig.“ Og það var málið, það gagnrýndi þetta nánast enginn. Og það er bara vegna þess að ég lét Árna taka allan slaginn. 

Þegar ég á fund með Bjarna í fjármálaráðuneytinu og ég segi við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra,“ og þá segi ég við Bjarna: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Og það er ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. […]

Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ […] Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu.“ 

Sigmundur Davíð:

Sigmundur Davíð lýsir svo málinu eins og það horfir við honum. Hann talar lægra en Gunnar Bragi og erfiðara er að greina hvað hann segir. 

„Út frá þessu, af því að ég veit að þetta er rétt með sendiherrastöðuna. Ég nefndi þetta við Bjarna. Bjarni má eiga það, þó að mér hafi oft fundist hann vera veiklundaður, en hann viðurkenndi þetta […] Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum. […] Næsta skref var að hitta Bjarna með Guðlaugi Þór. […] Bjarni má eiga það að hann fylgdi málinu vel eftir. […] Guðlaugur Þór bara: Jájá, ef það er eitthvað sem þig vantar. […] Niðurstaðan var sú að Bjarni bara sagði okkur það, að nú leysið þið þetta. En hvernig á maður að bera sig að með að fylgja málinu eftir ef Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, hefur engan áhuga á að klára málið? En formaður flokksins er búinn að segja honum að hann eigi að klára þetta.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár