Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óánægja með flutning Hins hússins

Flytja á Hitt hús­ið úr mið­bæn­um og upp í Ell­iða­ár­dal. Starfs­fólk og not­end­ur óánægð með sam­ráðs­leysi. Stað­setn­ing­in sögð úr al­fara­leið og eng­ar al­menn­ings­sam­göng­ur á svæð­ið.

Óánægja með flutning Hins hússins
Óánægja með flutning Starfsfólk og notendur þjónustu Hins hússins eru óánægð með að flytja skuli starfsemi þess úr miðbænum og upp í Elliðaárdal. Mynd: ja.is

Til stendur að flytja starfsemi Hins hússins, sem verið hefur um árabil í húsnæði í Pósthússtræti, upp í Elliðaárdal. Starfsfólk Hins hússins mun vera óánægt með að ekki skuli hafa verið haft samráð við það við val á húsnæði og telja staðsetninguna ekki heillavænlega fyrir notendur þjónustunnar þar eð hún sé úr alfaraleið. Þannig séu til að mynda ekki strætósamgöngur að húsnæðinu.

Leigusamningur vegna húsnæðis undir Hitt húsið að Rafstöðvarvegi var samþykktur í borgarráði í síðastliðinn fimmtudag. Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins, segir að leitað hafi verið að hentugu húsnæði í miðborginni í eitt og hálft ár en ekkert hafi fundist sem henti starfseminni. Hluti starfsemi Hins hússins sé þegar í húsnæðinu í Elliðaárdal, sem áður hýsti minjasafn Orkuveitunnar og nú flytjist hinn hlutinn í sambyggt pláss sem áður hýsti Fornbílaklúbb Íslands. Húsnæðið bjóði upp á mikla möguleika, næg bílastæði séu í kring og unnið sé að því með Strætó að útfæra akstur nær svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár