Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óánægja með flutning Hins hússins

Flytja á Hitt hús­ið úr mið­bæn­um og upp í Ell­iða­ár­dal. Starfs­fólk og not­end­ur óánægð með sam­ráðs­leysi. Stað­setn­ing­in sögð úr al­fara­leið og eng­ar al­menn­ings­sam­göng­ur á svæð­ið.

Óánægja með flutning Hins hússins
Óánægja með flutning Starfsfólk og notendur þjónustu Hins hússins eru óánægð með að flytja skuli starfsemi þess úr miðbænum og upp í Elliðaárdal. Mynd: ja.is

Til stendur að flytja starfsemi Hins hússins, sem verið hefur um árabil í húsnæði í Pósthússtræti, upp í Elliðaárdal. Starfsfólk Hins hússins mun vera óánægt með að ekki skuli hafa verið haft samráð við það við val á húsnæði og telja staðsetninguna ekki heillavænlega fyrir notendur þjónustunnar þar eð hún sé úr alfaraleið. Þannig séu til að mynda ekki strætósamgöngur að húsnæðinu.

Leigusamningur vegna húsnæðis undir Hitt húsið að Rafstöðvarvegi var samþykktur í borgarráði í síðastliðinn fimmtudag. Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins, segir að leitað hafi verið að hentugu húsnæði í miðborginni í eitt og hálft ár en ekkert hafi fundist sem henti starfseminni. Hluti starfsemi Hins hússins sé þegar í húsnæðinu í Elliðaárdal, sem áður hýsti minjasafn Orkuveitunnar og nú flytjist hinn hlutinn í sambyggt pláss sem áður hýsti Fornbílaklúbb Íslands. Húsnæðið bjóði upp á mikla möguleika, næg bílastæði séu í kring og unnið sé að því með Strætó að útfæra akstur nær svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár