Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óánægja með flutning Hins hússins

Flytja á Hitt hús­ið úr mið­bæn­um og upp í Ell­iða­ár­dal. Starfs­fólk og not­end­ur óánægð með sam­ráðs­leysi. Stað­setn­ing­in sögð úr al­fara­leið og eng­ar al­menn­ings­sam­göng­ur á svæð­ið.

Óánægja með flutning Hins hússins
Óánægja með flutning Starfsfólk og notendur þjónustu Hins hússins eru óánægð með að flytja skuli starfsemi þess úr miðbænum og upp í Elliðaárdal. Mynd: ja.is

Til stendur að flytja starfsemi Hins hússins, sem verið hefur um árabil í húsnæði í Pósthússtræti, upp í Elliðaárdal. Starfsfólk Hins hússins mun vera óánægt með að ekki skuli hafa verið haft samráð við það við val á húsnæði og telja staðsetninguna ekki heillavænlega fyrir notendur þjónustunnar þar eð hún sé úr alfaraleið. Þannig séu til að mynda ekki strætósamgöngur að húsnæðinu.

Leigusamningur vegna húsnæðis undir Hitt húsið að Rafstöðvarvegi var samþykktur í borgarráði í síðastliðinn fimmtudag. Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins, segir að leitað hafi verið að hentugu húsnæði í miðborginni í eitt og hálft ár en ekkert hafi fundist sem henti starfseminni. Hluti starfsemi Hins hússins sé þegar í húsnæðinu í Elliðaárdal, sem áður hýsti minjasafn Orkuveitunnar og nú flytjist hinn hlutinn í sambyggt pláss sem áður hýsti Fornbílaklúbb Íslands. Húsnæðið bjóði upp á mikla möguleika, næg bílastæði séu í kring og unnið sé að því með Strætó að útfæra akstur nær svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár