Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Sonur minn á mjög mikið í þessari plötu“

Logi Pedro seg­ir að nýja plat­an hans, Litl­ir svart­ir strák­ar, hafi mót­ast af bata­ferli hans úr þung­lyndi, barneign­um og sjálfs­mynd hans sem bland­aðs Ís­lend­ings.

Logi Pedro Stefánsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Aðeins fjórtán ára fór hann að spila með stóra bróður sínum, Unnsteini, í hljómsveitinni Retro Stefson. Hann stofnaði hljómsveitina Young Karin með Karin Sveinsdóttur, og er hluti af rapphljómsveit Sturla Atlas. Auk þess hefur hann pródúserað mikið af vinsælli rapp- og dægurlagatónlist síðustu ára. Fyrr í ár tók hann stórt skref með því að gefa út sína fyrstu einkaplötu, Litlir svartir strákar, en Logi segir að platan hafi verið skrifuð á mjög erfiðum tíma í lífi hans.

„Platan er ákvæðin endurfæðing fyrir mig,“ segir Logi. „Ég eignast strákinn minn á þessum tíma og ég var tiltölulega nýkominn úr löngu sambandi með barnsmóður minni. Það var tilfinningaríkt ferli með mikið af andlegum erfiðleikum sem ég var að gera upp. Platan er samin þegar ég lagði af stað í þetta ferli, en lögin eru ekki beinar sögur af einu eða neinu, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár