Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landvernd gefur út harðorða yfirlýsingu og vitnar í orð Guðmundar Inga áður en hann varð ráðherra

Al­þingi mis­beitti valdi sínu með því að grípa fram fyr­ir laga­legt ferli sem tryggja á um­hverf­is­vernd, að mati stjórn­ar Land­vernd­ar. vitn­að er í orð Guð­mund­ar Ingi Guð­brands­son­ar um­hverf­is­ráð­herra, sem áð­ur var fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, um að at­hæf­ið sé „ólíð­andi í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi“.

Landvernd gefur út harðorða yfirlýsingu og vitnar í orð Guðmundar Inga áður en hann varð ráðherra
Laxeldi Tvö fyrirtæki í laxeldi fengu bráðabirgðaleyfi til allt að tíu mánaða í lögunum.

Stjórn Landverndar sendi frá sér harðorða ályktun varðandi löggjöf ríkisstjórnarinnar um laxeldi sem tryggir rekstrarleyfi óháð niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Stjórnin vitnar í fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar, Guðmund Inga Guðbrandsson, sem er nú umhverfisráðherra, en hann  sagði sambærilegt inngrip í umhverfisvernd „með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi“ fyrir tveimur árum.

Lagabreytinguna kallar stjórn Landverndar misbeitingu valds þar sem hagsmunir tveggja fyrirtækja eru í húfi og er það gert án nokkurrar umræðu eða möguleika til umsagna. 

Bakgrunnur málsins er að kvöldið 9. október samþykkti Alþingi lög sem gera ráðherra heimilt að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi til allt að tíu mánaða. Tvö fyrirtæki í laxeldi, Arctic Sea Farm og Fjarðalax, höfðu þá fimmtudaginn áður verið svipt starfsleyfi sínu af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að umhverfismatsskýrsla fyrirtækjanna hefði verið ófullnægjandi, enda hafi engir aðrir kostir en laxeldi í opnum kvíum verið til skoðunar.

Lögin brjóti á bága við Árósarsamninginn sem er meðal annars grundvöllur þess að óháða úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindaráðs varð til. Samningurinn tryggir „rétt almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana og skyldu ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið“.

Lögin fengu, eins og áður var sagt, enga umræðu né voru möguleikar til umsagna á þeim.

Í ályktuninni telur stjórnin að ef málalok verða að lögin fá að standa er komið fordæmi sem löggjafi geti nýtt til þess að snúa við úrskurðum óháðra úrskurðanefnda ef þrýstingur hagsmuna  annarra er nógu mikill.

Í frásögn Matvælastofnunar um niðurfellingu leyfis til laxeldis segir að úrskurðarnefndin hefði talið „verulega ágalla“ á umhverfismatinu sem laxeldisfyrirtækin létu gera á eigin framkvæmd. „Nefndin taldi að svo hafi ekki verið þar sem tefla hefði þurft fram fleiri en einum valkosti við mat á umhverfisáhrifum, enda sé nauðsynlegt að fá fram samanburð umhverfisáhrifa fleiri kosta sem lögbundin krafa er gerð um, allt í þeim tilgangi að leyfisveitandi geti tekið upplýsta afstöðu að rannsökuðu máli til þess að meta hvort eða með hvaða hætti hægt sé að leyfa framkvæmd þannig að skilyrði laga séu uppfyllt. Þar sem ekki hafi verið sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina verði að telja það verulegan ágalla á matinu að engum öðrum kosti hafi verið lýst, að öðru leyti en því að vísað væri til þess að núllkostur hefði engin áhrif í för með sér.“

Yfirlýsing stjórnar Landverndar:

Með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála var sett á í kjölfar innleiðingar Árósasamningsins.  Hún á að tryggja almenningi og samtökum þeirra skýlausan kærurétt í málefnum umhverfisins. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnvöldum og kæruleiðin kemur í stað dómstólaleiðar skv. Árósasamningnum. Annmarkar á umhverfismati framkvæmdaraðila eru fyrst kæranlegir við útgáfu leyfa.

Nýjasta útspil ríkisstjórnar Íslands og Alþingis að breyta lögum í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndarinnar er klár misbeiting valds. Lögum er breytt vegna hagsmuna tveggja fyrirtækja í miklum flýti án nokkurrar umræðu eða möguleika til umsagna. Með þeim gjörningi eru tvær stoðir Árósarsamningsins brotnar: réttur almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana og skylda ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið. 

Takmarkaðir möguleikar umhverfisverndarsamtaka til þess að tryggja að farið sé að lögum í málefnum umhverfisins hafa verið að engu gerðir í þessu máli. Verði þetta málalok er ljóst að fordæmi er komið sem löggjafinn getur nýtt sér í framtíðinni til að snúa við úrskurðum hinnar óháðu úrskurðarnefndar, sé þrýstingur annarra hagsmuna nógu mikill.

Á 100 afmæli fullveldisins er kominn tími til þess að Íslendingar taki náttúru- og umhverfisvernd alvarlega. Ein mesta ábyrgð fullvalda ríkja er að viðhalda og vernda eigin náttúru og auðlindir til þess að komandi kynslóðir geti notið ávaxta þeirra eins og þær sem nú ráða. Lágmark er að bera virðingu fyrir  þeim lögum og reglum sem þó eru við lýði.  

Það er við hæfi að enda þessa yfirlýsingu á tilvitnun í þáverandi framkvæmdastjóra Landverndar og Umhverfisráðherra núverandi ríkisstjórnar varðandi hliðstætt mál frá 2016: „Það sem að forsætisráðherra boðaði í gær, er í rauninni að fikta í löggjöfinni eftir á þannig að niðurstaða þessa óháða úrskurðaraðila sé líklegri til að henta málstað ríkisstjórnarinnar. Þetta er náttúrulega að okkar mati, með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi“.

Stjórn Landverndar: Rósbjörg Jónsdóttir, formaður, Guðmundur Björnsson, Helga Ögmundsdóttir, Hugrún Geirsdóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Pétur Halldórsson, Snorri Baldursson, Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu