Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný á Alþingi og lét þingmenn heyra það

„Það sem ég kalla hins veg­ar eft­ir er að við tök­um ábyrgð á embætt­is­gjörð­um okk­ar,“ sagði Sig­ríð­ur María Eg­ils­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, í fyrstu ræðu sinni á Al­þingi.

Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, nýtti jómfrúarræðu sína í ákall til Alþingis um ábyrgð og traust.

„Í nágrannalöndum okkar segja ráðherrar af sér þegar þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það, eða því þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið þarlendis.“

Svo hljóðar í jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, en hún sat sinn fyrsta þingfund 24. september síðastliðinn.

Í ræðunni setur hún sérstaka áherslu á traust. Almenningur hefur lítið traust til Alþingis og er mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúar taki ábyrgð á embættisgjörðum sínum, hvort sem það sé með afsögn eða einfaldlega með því að játa mistök sín. 

Alþingismenn hafi fundið sér íslenska þýðingu á orðinu ábyrgð, þeir snúi frekar baki í vindinn og bíði eftir að hann lægir. „En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum.“ 

Ábyrðgarleysi alþingismanna gæti orðið til þess að almenningur missi ekki bara traust á þeim, heldur einnig á reglunum sjálfum sem alþingismenn setja. 

Hún lauk ræðu sinni með ákalli til Alþingis, ef þingmenn vilja endurreisa traust fólks á Alþingi, þá verður fólk að taka öðruvísi á málunum.

Lesa má ræðu Sigríðar hér að neðan í heild sinni.

Virðulegi forseti. Ég sat minn fyrsta þingfund í gær og það er ljóst hvað er hv. þingmönnum ofarlega í huga þessa dagana, traust eða öllu heldur skortur á því. Það er kannski ekki að undra. Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki. Í nágrannalöndum okkar segja ráðherrar af sér af því að þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið þarlendis.

Hér á landi virðast hins vegar þjóðkjörnir fulltrúar geta keyrt því sem nemur 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, haldið þjóðhátíðarfundi sem fara 100% fram úr kostnaðaráætlun, orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni.

„Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form.“

Það sem ég kalla hins vegar eftir er að við tökum ábyrgð á embættisgjörðum okkar. Sú ábyrgð getur tekið sér mörg form, hvort sem það er með afsögn eða með því að játa mistök og sýna iðrun. Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér.

Ef við viljum virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdarvaldinu þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár