Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný á Alþingi og lét þingmenn heyra það

„Það sem ég kalla hins veg­ar eft­ir er að við tök­um ábyrgð á embætt­is­gjörð­um okk­ar,“ sagði Sig­ríð­ur María Eg­ils­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, í fyrstu ræðu sinni á Al­þingi.

Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, nýtti jómfrúarræðu sína í ákall til Alþingis um ábyrgð og traust.

„Í nágrannalöndum okkar segja ráðherrar af sér þegar þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það, eða því þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið þarlendis.“

Svo hljóðar í jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, en hún sat sinn fyrsta þingfund 24. september síðastliðinn.

Í ræðunni setur hún sérstaka áherslu á traust. Almenningur hefur lítið traust til Alþingis og er mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúar taki ábyrgð á embættisgjörðum sínum, hvort sem það sé með afsögn eða einfaldlega með því að játa mistök sín. 

Alþingismenn hafi fundið sér íslenska þýðingu á orðinu ábyrgð, þeir snúi frekar baki í vindinn og bíði eftir að hann lægir. „En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum.“ 

Ábyrðgarleysi alþingismanna gæti orðið til þess að almenningur missi ekki bara traust á þeim, heldur einnig á reglunum sjálfum sem alþingismenn setja. 

Hún lauk ræðu sinni með ákalli til Alþingis, ef þingmenn vilja endurreisa traust fólks á Alþingi, þá verður fólk að taka öðruvísi á málunum.

Lesa má ræðu Sigríðar hér að neðan í heild sinni.

Virðulegi forseti. Ég sat minn fyrsta þingfund í gær og það er ljóst hvað er hv. þingmönnum ofarlega í huga þessa dagana, traust eða öllu heldur skortur á því. Það er kannski ekki að undra. Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki. Í nágrannalöndum okkar segja ráðherrar af sér af því að þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið þarlendis.

Hér á landi virðast hins vegar þjóðkjörnir fulltrúar geta keyrt því sem nemur 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, haldið þjóðhátíðarfundi sem fara 100% fram úr kostnaðaráætlun, orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni.

„Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form.“

Það sem ég kalla hins vegar eftir er að við tökum ábyrgð á embættisgjörðum okkar. Sú ábyrgð getur tekið sér mörg form, hvort sem það er með afsögn eða með því að játa mistök og sýna iðrun. Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér.

Ef við viljum virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdarvaldinu þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár