Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Raun­veru­leg skuld ePósts við móð­ur­fé­lag­ið er álíka há neyð­ar­lán­inu sem fjár­mála­ráð­herra veit­ir Ís­land­s­pósti. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið felldi nið­ur níu rann­sókn­ir á meint­um sam­keppn­islaga­brot­um með skil­yrð­um sem ekki voru upp­fyllt sam­kvæmt nýj­asta árs­reikn­ingi dótt­ur­fé­lags­ins.

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins
Sátt um breytingar Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Ingimundur Sigurpálsson er forstjóri Íslandspóts. Í febrúar 2017 felldi Samkeppniseftirlitið niður níu rannsóknir á meintum samkeppnisbrotum Íslandspósts með því skilyrði að Íslandspóstur gripi til tiltekinna ráðstafana og hætti að nota fjármagn sem stafar frá einkaréttarvarinni starfsemi til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar dótturfélaga. Í árslok 2017 reiddi ePóstur sig þó enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu.

ePóstur ehf., dótturfélag Íslandspósts sem sinnir rafrænni póstþjónustu, reiðir sig enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu þrátt fyrir að Íslandspóstur hafi skuldbundið sig, með sátt við Samkeppniseftirlitið, til að hverfa frá slíkum viðskiptaháttum. 

Skuld ePósts við móðurfélagið nemur um 284 milljónum, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 sem samþykktur var á aðalfundi þann 25. júní síðastliðinn, en vaxtagjöld ePósts voru aðeins 5.547 krónur. 

Þetta er ekki í samræmi við ákvæði sáttarinnar við Samkeppniseftirlitið um að ábyrgð ríkisfyrirtækisins Íslandspósts gagnvart dótturfélögum skuli takmarkast við eiginfjárframlag og að stofnfjármögnun dótturfélaga skuli vera á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.

Brot gegn sáttinni varða viðurlögum

Í febrúar 2017 felldi Samkeppniseftirlitið niður níu rannsóknir á meintum samkeppnisbrotum Íslandspósts með því skilyrði að Íslandspóstur gripi til tiltekinna ráðstafana og tryggði að fjármagn sem stafar frá einkarétti væri ekki nýtt til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar. Sáttin er bindandi fyrir Íslandspóst og varða brot gegn ákvæðisorðum hennar viðurlögum samkvæmt IX. kafla samkeppnislaga. 

„Íslandspósti er óheimilt að veita dótturfélögum sínum lán á kjörum sem eru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta. Skulu kjör áður veittra lána Íslandspósts til dótturfélaga endurskoðuð með hliðsjón af þessu ákvæði,“ segir í sáttinni, en ársreikningur ePósts vegna síðasta árs, sem samþykktur var á aðalfundi félagsins 25. júní síðastliðinn, sýnir að slík endurskoðun fór ekki fram. 

Lánið frá móðurfélaginu bar enga vexti, en ef ePóstur hefði tekið lán af sömu stærðargráðu á markaðskjörum hlypu vaxtagjöldin á tugum milljóna enda er félagið í krappri stöðu og rekstrartap verulegt. Má leiða líkum að því að uppsafnaðir vextir af láni Íslandspósts til ePósts frá 2013 væru hátt í 200 milljónir.

Raunveruleg skuld dótturfélags álíka há neyðarláninu

DV greindi frá því árið 2013 að Íslandspóstur hefði tapað um 1.400 milljónum frá aldamótum á samkeppnishluta starfsemi sinnar og dótturfélaga. Á sama tíma hagnaðist Íslandspóstur um 1100 milljónir á starfsemi sem rekja má til einkaréttar fyrirtækisins á sviði póstþjónustu. Dótturfélagið ePóstur ehf. var sett á fót árið 2012 en Ríkisendurskoðun hafði frá upphafi efasemdir um stofnun þess. Árið 2013 fékk ePóstur 247 milljóna skammtímalán frá móðurfélaginu. Sama ár óskaði Íslandspóstur eftir hækkun á gjaldskrá bréfapósts í einkarétti með vísan til þess að handbært fé væri uppurið og rekstrarhalli Íslandspósts fjármagnaður með viðvarandi yfirdráttarlánum. 

Skuld ePósts við móðurfélag var 284 milljónir í fyrra og 309 milljónir árið þar áður samkvæmt efnahagsreikningi félagsins en vaxtagjöld nær engin.

Sú skuld sem dótturfélagið stæði í ef ákvæði sáttarinnar við Samkeppniseftirlitið væri fylgt, myndi hins vegar slaga hátt upp í 500 milljónir, sem er álíka há upphæð og neyðarlánið sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt til að ríkið veiti Íslandspósti vegna lausafjárvanda fyrirtækisins.

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, situr í stjórn Íslandspósts en tregða stjórnarinnar til að veita upplýsingar um meðferð fjármuna hefur verið gagnrýnd, meðal annars af Félagi atvinnurekenda og af fyrrverandi formanni fjárlaganefndar

Skattalegt hagræði bjargaði afkomunni

Í sátt Íslandspósts við Samkeppniseftirlitið er kveðið á um að ef taprekstur á samkeppnisþætti á tilteknu rekstrarári sé yfirvofandi beri að „grípa til viðeigandi aðgerða til þess að afstýra því að tapreksturinn verði fjármagnaður með tekjum af þjónustu í einkarétti umfram það sem heimilt er skv. 6. mgr. 16. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu vegna starfsemi innan alþjónustu“.  Þá kemur fram að ef dótturfélög sem ekki sinna pósttengdri starfsemi séu rekin með tapi í tvö ár í röð eða í tvö ár af þremur samliggjandi rekstrarárum, skuli leggja starfsemina niður eða selja hana frá Íslandspósti.

Athygli vekur að samkvæmt ársreikningi ePósts frá því í fyrra nýtti móðurfélagið, Íslandspóstur, skattalegt tap dótturfélagsins að fjárhæð 161,8 milljón króna við gerð skattframtals og eru því 32,4 milljónir færðar sem tekjur í rekstrarreikningi ePósts. Án þessarar færslu væri tap ePósts samkvæmt rekstrarreikningi 28,9 milljónir, en með því að tekjufæra skattalegt hagræði skilaði félagið 3,4 milljóna hagnaði og kom þannig í veg fyrir að rekstrarstaðan væri neikvæð tvö ár í röð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár