Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ás­dís og hval­veiðifyr­ir­tæk­ið eru tal­in hafa unn­ið öt­ul­lega að auknu frelsi sam­kvæmt stjórn SUS.

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
Valhöll Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Valhöll.

Frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna verða veitt við hátíðlega athöfn þann 3. október næstkomandi. Verðlaunahafar þetta árið eru Ásdís Halla Bragadóttir og fyrirtækið Hvalur hf.

Ásdís Halla er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, stjórnarformaður Klíníkurinnar og brautryðjandi á sviði einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar er eina fyrirtækið í heiminum sem stundar veiðar á langreyðum í gróðaskyni.

Þetta er í tólfta sinn sem frelsisverðlaunin eru afhent, en rithöfundurinn Andri Snær Magnason og vefsíðan Andríki hlutu verðlaunin fyrst árið 2007.

Viðurkenningin er veitt árlega þeim sem stjórn SUS telur að hafi unnið ötullega að auknu frelsi. 

Kristján og Hvalur hf. voru umfjöllunarefni Stundarinnar í vikunni þegar greint var frá því að aðgerðahópurinn Avaaz hefði efnt til undirskriftasöfnunar þar sem veiðum fyrirtækisins er mótmælt og skorað á ríkisstjórn Íslands að stöðva þær. Hafa 1,2 milljónir manns skrifað undir áskorunina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár