Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ás­dís og hval­veiðifyr­ir­tæk­ið eru tal­in hafa unn­ið öt­ul­lega að auknu frelsi sam­kvæmt stjórn SUS.

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
Valhöll Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Valhöll.

Frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna verða veitt við hátíðlega athöfn þann 3. október næstkomandi. Verðlaunahafar þetta árið eru Ásdís Halla Bragadóttir og fyrirtækið Hvalur hf.

Ásdís Halla er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, stjórnarformaður Klíníkurinnar og brautryðjandi á sviði einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar er eina fyrirtækið í heiminum sem stundar veiðar á langreyðum í gróðaskyni.

Þetta er í tólfta sinn sem frelsisverðlaunin eru afhent, en rithöfundurinn Andri Snær Magnason og vefsíðan Andríki hlutu verðlaunin fyrst árið 2007.

Viðurkenningin er veitt árlega þeim sem stjórn SUS telur að hafi unnið ötullega að auknu frelsi. 

Kristján og Hvalur hf. voru umfjöllunarefni Stundarinnar í vikunni þegar greint var frá því að aðgerðahópurinn Avaaz hefði efnt til undirskriftasöfnunar þar sem veiðum fyrirtækisins er mótmælt og skorað á ríkisstjórn Íslands að stöðva þær. Hafa 1,2 milljónir manns skrifað undir áskorunina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár