Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

Ein­ung­is 6% allra íbúa­við­skipta í Reykja­vík á fyrstu sjö mán­uð­um þessa árs voru vegna ný­bygg­inga. Sér­stak­ur skort­ur er á ódýr­um íbúð­um sam­kvæmt hag­deild Íbúðalána­sjóðs.

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir
Reykjavík dýrust Nýjar íbúðir kosta að meðaltali 51 milljón króna í Reykjavík. Verð á öðrum íbúðum er að meðaltali 46 milljónir.

Ný greining hagdeildar Íbúðalánasjóðar sýnir fram á að 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði í ár voru vegna nýbygginga. Í Reykjavík voru einungis 6% íbúðaviðskipta vegna nýrra íbúða, á meðan tölur í Garðabæ voru 56% hlutfall nýrra íbúða.

Nýbyggðar íbúðir eru minni samanbornar við aðrar íbúðir á markaði og telja færri herbergi. Á Akureyri eru minnstu íbúðirnar miðað við aðrar íbúðir í bænum, um 82 fermetrar að stærð eða 38 fermetrum minni en aðrar seldar íbúðir. 

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir, en verð annarra íbúða eru að meðaltali 46 milljónir. Fermetraverð á nýjum íbúðum í Reykjavík er 32% hærra en aðrar íbúðir á svæðinu. 

Sérstakur skortur er á íbúðum á verði sem almenningur ræður við samkvæmt greiningunni. Framboð íbúða hentar ekki þeim sem hafa lítið eigið fé til íbúðakaupa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár