Fyrir fimm árum kynntist þróunarfræðingurinn og frumkvöðullinn Hrund Gunnsteinsdóttir Sven Olof-Lindblad, stofnanda Lindblad og eins af alþjóðlegum verndurum hafsins (e. Ocean Elders), í gegnum sameiginlega vini sem vinna hjá National Geographic. Þau kynni áttu eftir að leiða af sér mikil ævintýri og leiða hana og dætur hennar tvær í þriggja vikna ferðalag sem hófst á Tahítí, þaðan sem þær sigldu yfir til Tuamotu-eyjaklasans, sem er einn stærsti kóraleyjaklasinn í Frönsku Pólýnesíu og er UNESCO-verndaður. Þaðan fóru þær til Marquesas-eyja sem eru einn afskekktasti eyjaklasi í heimi. „Þar dvöldum við í lengstan tíma, snorkluðum með hákörlum innan um litríka kórala og fiska, fórum í fjallgöngur, hlustuðum á söng og horfðum á dansa. Alls staðar sem við komum var tekið á móti okkur með blómum, ávöxtum sem uxu á staðnum, söng og tónlist,“ lýsir Hrund.
Hún segir menningu Pólýnesíu bæði framandi og áhugaverða. „Það var einstaklega gaman fyrir okkur …
Athugasemdir