Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný skýrsla sýnir að það „hallar verulega á karla“ í háskólamenntun

Mun­ur­inn eykst á fjölda ungra kvenna og karla sem eru með há­skóla­próf. 57 pró­sent ís­lenskra kvenna á aldr­in­um 25 til 34 ára hafa lok­ið há­skóla­námi, en að­eins 39 pró­sent karla. Mennt­un­ar­staða karla er verri hér en víð­ast hvar í Evr­ópu.

Ný skýrsla sýnir að það „hallar verulega á karla“ í háskólamenntun

Staða karlmanna á Íslandi út frá menntun er verri en víðast hvar í Evrópu, samkvæmt skýrslu OECD um stöðu menntunar í álfunni. Kynjamunur á Íslandi er konum í hag í menntakerfinu, en körlum í hag í atvinnulífinu, samkvæmt meginályktunum skýrslunnar, Education at a Glance, sem kemur út í dag.

Af löndum Evrópu sem eru þátttakendur í OECD eru fá dæmi um að karlmenn á aldrinum 25 til 34 ára hafi minni menntun. Um 24 prósent íslenskra karlmanna á þessum aldri hafa aðeins lokið grunnskólanámi. Mun færri konur, eða 15 prósent, eru í sömu stöðu. „Staða karla er aðeins verri á Ítalíu, Spáni og Portúgal af löndum Evrópu sem eiga aðild að OECD menntatölfræðinni,“ segir í samantekt Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skýrsluna. „Um 24% karla á þessum aldri hafa ekki lokið námi eftir grunnskóla en hlutfallið er 15% fyrir konur. Munurinn milli kynjanna er óvíða jafn mikill og á Íslandi eða 9 prósentustig og að því leyti svipar Ísland einnig til landa í sunnanverðri álfunni.“

„Munurinn milli kynjanna er óvíða jafn mikill og á Íslandi“

Munurinn milli kynjanna hefur aukist undanfarinn áratug, þótt þeim fari almennt tölfræðilega fækkandi sem aðeins hafa grunnskólapróf. Á einum áratug hefur fækkaði í þessum hópi, sem aðeins hefur grunnskólapróf, um 7 prósentustig hjá körlum, en um 13 prósentustig hjá konum.

Þessi níu prósentastiga munur á kynjunum er meiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Í Danmörku er munur kynjanna 7 prósent, en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er hann aðeins þrjú til fjögur prósent.

Mun líklegra er að konur en karlar hefji háskólanám. „Það má því segja að líkurnar á því að kona hefji háskólanám sé 1,5 í samanburði við karla eða að karlar séu 0,6 sinnum líklegir til að hefja háskólanám miðað við konur. Samsvarandi líkur fyrir karla er 0,8 að meðaltali innan OECD og er ekki lægra en 0,7 á hinum Norðurlöndunum. Líkurnar eru aðeins lægri í Ísrael,“ segir í samantekt ráðuneytisins.

Þróunin hefur verið á þá leið að kynjamunur háskólamenntunar á Íslandi eykst. Í fyrra voru 39 prósent karlmanna á aldrinum 25 til 34 ára með háskólapróf, en voru 29 prósent 2007. Mun fleiri konur, eða 57 prósent, hafa háskólagráðu á þessum aldri, en voru 37 prósent fyrir áratug.

„Það er því talsverður munur á menntunarstigi fólks í þessum aldurshópi eftir kyni og hallar verulega á karla þar sem 18 prósentustigum munar á kynjunum konum í vil,“ segir í samantektinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár