Líklega hafa aldrei jafn margir Íslendingar farið til Rússlands og nú í sumar. Og flestir virðast bera því söguna vel, betur reyndar en þeir bjuggust við. Sýnin var lengi vel lituð af kalda stríðinu, en Sovétríkin og Rússland eru ekki alveg það sama. Fólk furðar sig á hvað maturinn sé góður, en sögur gengu í gamla daga af fólki sem fór á sovéska veitingastaði og reyndi að panta allt á matseðlinum þar til það lenti loksins á eina réttinum sem var til. Margt hefur breyst eystra, og sumt til hins betra. En þurfti það að fara svo? Og hefði það getað farið öðruvísi?
Árið 1994 gáfu fræðimennirnir Daniel Yergin og Thane Gustafson út bókina Russia 2010, byggða á rannsóknum sem þeir gerðu fyrir orkurannsóknarmiðstöðina CERA. Velta þeir hér vöngum yfir því hvernig umhorfs verði í Rússlandi árið 2010. Nú er örlagaárið liðið og átta til viðbótar og hægt að skoða …
Athugasemdir