Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár

Of­neysla lyf­seð­ils­skyldra lyfja hef­ur vald­ið fleiri dauðs­föll­um á Ís­landi en of­neysla ólög­legra vímu­efna. Voru ópíum­skyld lyf ástæða nær helm­ings and­láta. Of­neysla örv­andi lyfja dró 18 manns til dauða.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár
Ofneysla lyfja 85 létust á árunum 2015 til 2017 vegna ofneyslu lyfja. Mynd: Shutterstock

Á árunum 2015 til 2017 létust 42 manns á Íslandi vegna ofneyslu ópíumskyldra lyfja. Lyfjaflokkurinn var sá langbanvænasti á tímabilinu, en alls létust 85 manns vegna eitrana á tímabilinu samkvæmt upplýsingum úr dánameinaskrá embættis landlæknis. Ofneysla löglegra lyfseðilsskyldra lyfja olli fleiri dauðsföllum en ofneysla ólöglegra lyfja.

26 manns létust á tímabilinu vegna ópíumskyldra lyfja á borð við morfín og kódein. Þá létust 16 til viðbótar vegna svokallaðra gervi ópíóða, en í þeim flokkum eru lyf á borð við Demerol, Tramadol, Fentanyl og lyf sem eru notuð í viðhaldsmeðferð, svo sem methadone og buprenorphine.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag var fjallað um í aukningu á notkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti í júlí um að 20 mannslát hafi verið til rannsóknar þar sem lyfseðilsskyld lyf komu við sögu. Lyfjateymi landlæknis hefur til skoðunar 29 matsgerðir það sem af er ári þar sem greint er frá lyfjum eða efnum sem fundust í látnum einstaklingum.

18 manns létust vegna ofneyslu örvandi lyfja

Í dánarmeinaskrá kemur einnig fram að 13 manns létust á árunum 2015 til 2017 vegna örvandi efna í flokki amfetamíns og rítalíns (methylphenidat). 5 manns létust af ofneyslu kókaíns á tímabilinu. Sögulega séð hafa þessir flokkar lyfja verið þeir algengustu þegar kemur að neyslu í æð, en samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ hefur neysla ópíumskyldra lyfja í æð verið að aukast.

4 létust á tímabilinu vegna ofneyslu kvíðastillandi lyfja í flokki benzodiazepine, en slík lyf eru meðal annars markaðssett undir nöfnunum Tafil, Rivotril, Mogadon, Lexotan og Diazepam. Enginn lést af notkun kannabis eða ofskynjunarlyfja svo sem LSD eða psilocybin sveppa samkvæmt skránni. Upplýsingar úr dánarmeinaskrá það sem af er 2018 eru ekki fáanlegar frá embætti landlæknis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár