Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hátekjufólk í hagsmunabaráttu: Berjast gegn samneyslu og sköttum

Lyk­il­menn hjá stærstu hags­muna­sam­tök­um at­vinnu­rek­enda eru að með­al­tali með 2,5 millj­ón­ir í laun á mán­uði en þén­uðu þar að auki sam­tals 132 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. Þeir til­heyra tekju­hóp­un­um sem mest­um skött­um hef­ur ver­ið létt af á und­an­förn­um ár­um.

Fólkið sem stýrir hagsmunabaráttu íslenskra atvinnurekenda og situr í framkvæmdastjórnum Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands var að meðaltali með 2,5 milljónir í almennar mánaðartekjur í fyrra en þar að auki runnu samtals 132 milljónir til þessara fimmtán einstaklinga í formi fjármagnstekna. 

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð höfðu afgerandi áhrif á umræðu um skatta- og ríkisfjármál í aðdraganda síðustu alþingiskosninga og beittu sér af krafti gegn hugmyndum stjórnmálaflokka um hækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki.

Hagsmunasamtökin hafa einnig varað eindregið við aukinni samneyslu og aðgerðum til að sporna við ójöfnuði og hvatt til þess að reiknireglu fjármagnstekjuskatts verði breytt til að verja skattaðila fyrir verðbólguáhrifum. Slík áform eru boðuð í fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar og gætu skipt sköpum fyrir tekjuhæstu hópa íslensks samfélags ef rætist úr áhyggjum Seðlabanka Íslands og fjármálaráðs af því að aðhaldsleysi í ríkisfjármálum muni kynda undir verðbólgu á næstu árum.

Öflugur framkvæmdastjóriHalldór Benjamín þykir hafa staðið sig vel …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríka Ísland

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár