Launahæstu bæjarstjórar Íslands eru á hærri launum en borgarstjórar sumra fjölmennustu stórborga heims. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tróna á toppnum með hærri mánaðarlaun en borgarstjórar London og New York.
Stundin óskaði eftir upplýsingum um laun bæjarstjóra í 19 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Gunnar er launahæstur bæjarstjóra, með 2.272.304 kr. á mánuði. Þar að auki fær Gunnar bifreið til afnota, auk þess sem hann fékk greiddar 507 þúsund krónur árið 2017 fyrir fundarsetu sem varamaður í bæjarstjórn. Hann er einnig í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fær fyrir það 130.604 kr. á mánuði. Gunnar var kjörinn sem aðalmaður í bæjarstjórn í nýafstöðnum kosningum, en þar bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig einum manni og hélt hreinum meirihluta. Í svari til Stundarinnar kom fram að Gunnar hyggst ekki þiggja laun fyrir setu í bæjarstjórn á kjörtímabilinu.
Á hæla hans fylgir Ármann, með 2.159.670 kr. á mánuði. Laun hans hafa hækkað …
Athugasemdir