„Ég veit að það eru margir sem telja mig hafa verið krítískan og sumir hafa jafnvel sagt að ég hafi talað niður íslenskt heilbrigðiskerfi. En ef þú getur ekki talað opinskátt um það sem betur má fara þá verða engar breytingar.“
Það má með sanni segja að Birgir Jakobsson, fráfarandi landlæknir, hafi látið mikið að sér kveða á þeim þremur árum sem hann hefur gegnt embættinu. Hann hefur verið óhræddur við að benda á galla kerfisins, hvernig það sé kerfið sjálft sem kalli á aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og ýti undir mikla lyfjaneyslu Íslendinga. „Við verðum að líta til þess hvernig aðrar þjóðir hafa gert þetta,“ segir hann, en Birgir hefur meðal annars talað fyrir nýjum, hvetjandi fjármögnunarleiðum í opinberri heilbrigðisþjónustu og segir Ísland verða að marka sér stefnu í málaflokknum. Í næsta mánuði tekur Birgir við starfi aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, en þvertekur fyrir að hann sé á leið í pólitík. …
Athugasemdir