Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

„Veit­inga­stað­ur­inn á Lauga­vegi verð­ur veg­anstað­ur og er þess kraf­ist að all­ir starfs­menn í eld­húsi séu sjálf­ir veg­an,“ seg­ir í upp­sagn­ar­bréf­inu. Fram­setn­ing­in mis­tök seg­ir Solla á Gló.

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Starfsmanni á veitingastaðnum Gló á Laugavegi var sagt upp á þeim forsendum að héðan í frá yrði þess krafist að allir starfsmenn í eldhúsi væru vegan. 

Stundin hefur undir höndum uppsagnarbréfið þar sem er tilgreint sérstaklega að uppsögnin tengist fyrirhuguðum breytingum á matseðli. „Veitingastaðurinn á Laugavegi verður veganstaður og er þess krafist að allir starfsmenn í eldhúsi séu sjálfir vegan,“ segir þar.

Sólveig Eiríksdóttir, Solla í Gló, segir að mistök hafi verið gerð þegar uppsagnarbréfið var orðað með þessum hætti. Þá hafi engum öðrum starfsmönnum verið sagt upp á þessum forsendum.

„Við ætlum að gera staðinn vegan, það hefur staðið til lengi. Einu kröfurnar eru að fólk sem vinnur hjá okkur hafi áhuga á þessari matargerð,“ segir Solla í samtali við Stundina.

Hún telur ekki viðeigandi að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna en staðfestir að engin skilyrði séu sett um mataræði þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Veganismi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár