Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenskir tónlistarmenn sitja eftir með sárt ennið eftir að Airwaves fór á nýja kennitölu

Fjöldi ís­lenskra tón­list­ar­manna hef­ur ekki feng­ið greitt frá fé­lag­inu sem rak Ice­land Airwaves há­tíð­ina þar til í fyrra. Lög­mað­ur stjórn­ar fé­lags­ins seg­ir að greiðsl­ur til starfs­fólks og tón­list­ar­manna bíði samn­inga.

Íslenskir tónlistarmenn sitja eftir með sárt ennið eftir að Airwaves fór á nýja kennitölu
Frá Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg og fleiri aðilum, en rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot.

Fjöldi íslensks tónlistarfólks hefur ekki fengið greitt vegna Iceland Airwaves hátíðarinnar síðasta haust. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við hátíðinni á nýrri kennitölu, en lögmaður gamla félagsins segir að unnið sé að samningum um uppgjör þessara skulda og annarra.

Sena live keypti í febrúar hátíðina af fyrrverandi rekstraraðila IA tónlistarhátíð ehf., en hátíðin hafði verið rekin með tapi í tvö ár. Grímur Atlason, sem stýrði hátíðinni í átta ár, lét af störfum á sama tíma. Sena live keypti einnig vörumerki hátíðarinnar og lén af Icelandair, en Icelandair verður áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og vinnur að markaðssetningu hennar innanlands og utan.

Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast, segir hljómsveitina ekki hafa fengið greitt fyrir síðustu hátíð í færslu á Facebook síðu sinni.

„Ógeðslega glatað að eiga ekki fyrir laununum okkar og sjá á sama tíma auglýsingu frá Icelandair með myndbroti af okkur að spila á Iceland Airwaves sem við höfum ekki enn fengið borgað fyrir. Hátíðin mun svo halda áfram með nýjum rekstraraðila sem er væntanlega með betri kennitölu. Réttast væri að Icelandair gerði upp skuldir við listamenn áður en þau fara að berja sér á brjóst fyrir ágæti hátíðarinnar.“

Unnið að samningum

Eggert Ólafsson, lögmaður stjórnar IA tónlistarhátíð, segir að unnið sé nú að samningum við þá aðila sem félagið skuldar með frjálsum nauðasamningi. Hann segir að þeim tónlistarmönnum sem sendu reikning fyrir áramót hafi þegar verið greitt, en aðrir bíði niðurstöðu samninganna. Laun og greiðslur til tónlistarmanna verði í forgangi.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Icelandair koma að einhverju leyti að niðurstöðu samninganna, enda vörumerki Iceland Airwaves fyrirtækinu mikils virði. Ekki náðist í Guðmund Óskarsson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kaup á Iceland Airwaves

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár