Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslenskir tónlistarmenn sitja eftir með sárt ennið eftir að Airwaves fór á nýja kennitölu

Fjöldi ís­lenskra tón­list­ar­manna hef­ur ekki feng­ið greitt frá fé­lag­inu sem rak Ice­land Airwaves há­tíð­ina þar til í fyrra. Lög­mað­ur stjórn­ar fé­lags­ins seg­ir að greiðsl­ur til starfs­fólks og tón­list­ar­manna bíði samn­inga.

Íslenskir tónlistarmenn sitja eftir með sárt ennið eftir að Airwaves fór á nýja kennitölu
Frá Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg og fleiri aðilum, en rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot.

Fjöldi íslensks tónlistarfólks hefur ekki fengið greitt vegna Iceland Airwaves hátíðarinnar síðasta haust. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við hátíðinni á nýrri kennitölu, en lögmaður gamla félagsins segir að unnið sé að samningum um uppgjör þessara skulda og annarra.

Sena live keypti í febrúar hátíðina af fyrrverandi rekstraraðila IA tónlistarhátíð ehf., en hátíðin hafði verið rekin með tapi í tvö ár. Grímur Atlason, sem stýrði hátíðinni í átta ár, lét af störfum á sama tíma. Sena live keypti einnig vörumerki hátíðarinnar og lén af Icelandair, en Icelandair verður áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og vinnur að markaðssetningu hennar innanlands og utan.

Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast, segir hljómsveitina ekki hafa fengið greitt fyrir síðustu hátíð í færslu á Facebook síðu sinni.

„Ógeðslega glatað að eiga ekki fyrir laununum okkar og sjá á sama tíma auglýsingu frá Icelandair með myndbroti af okkur að spila á Iceland Airwaves sem við höfum ekki enn fengið borgað fyrir. Hátíðin mun svo halda áfram með nýjum rekstraraðila sem er væntanlega með betri kennitölu. Réttast væri að Icelandair gerði upp skuldir við listamenn áður en þau fara að berja sér á brjóst fyrir ágæti hátíðarinnar.“

Unnið að samningum

Eggert Ólafsson, lögmaður stjórnar IA tónlistarhátíð, segir að unnið sé nú að samningum við þá aðila sem félagið skuldar með frjálsum nauðasamningi. Hann segir að þeim tónlistarmönnum sem sendu reikning fyrir áramót hafi þegar verið greitt, en aðrir bíði niðurstöðu samninganna. Laun og greiðslur til tónlistarmanna verði í forgangi.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Icelandair koma að einhverju leyti að niðurstöðu samninganna, enda vörumerki Iceland Airwaves fyrirtækinu mikils virði. Ekki náðist í Guðmund Óskarsson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kaup á Iceland Airwaves

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár