Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenskir tónlistarmenn sitja eftir með sárt ennið eftir að Airwaves fór á nýja kennitölu

Fjöldi ís­lenskra tón­list­ar­manna hef­ur ekki feng­ið greitt frá fé­lag­inu sem rak Ice­land Airwaves há­tíð­ina þar til í fyrra. Lög­mað­ur stjórn­ar fé­lags­ins seg­ir að greiðsl­ur til starfs­fólks og tón­list­ar­manna bíði samn­inga.

Íslenskir tónlistarmenn sitja eftir með sárt ennið eftir að Airwaves fór á nýja kennitölu
Frá Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg og fleiri aðilum, en rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot.

Fjöldi íslensks tónlistarfólks hefur ekki fengið greitt vegna Iceland Airwaves hátíðarinnar síðasta haust. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við hátíðinni á nýrri kennitölu, en lögmaður gamla félagsins segir að unnið sé að samningum um uppgjör þessara skulda og annarra.

Sena live keypti í febrúar hátíðina af fyrrverandi rekstraraðila IA tónlistarhátíð ehf., en hátíðin hafði verið rekin með tapi í tvö ár. Grímur Atlason, sem stýrði hátíðinni í átta ár, lét af störfum á sama tíma. Sena live keypti einnig vörumerki hátíðarinnar og lén af Icelandair, en Icelandair verður áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og vinnur að markaðssetningu hennar innanlands og utan.

Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast, segir hljómsveitina ekki hafa fengið greitt fyrir síðustu hátíð í færslu á Facebook síðu sinni.

„Ógeðslega glatað að eiga ekki fyrir laununum okkar og sjá á sama tíma auglýsingu frá Icelandair með myndbroti af okkur að spila á Iceland Airwaves sem við höfum ekki enn fengið borgað fyrir. Hátíðin mun svo halda áfram með nýjum rekstraraðila sem er væntanlega með betri kennitölu. Réttast væri að Icelandair gerði upp skuldir við listamenn áður en þau fara að berja sér á brjóst fyrir ágæti hátíðarinnar.“

Unnið að samningum

Eggert Ólafsson, lögmaður stjórnar IA tónlistarhátíð, segir að unnið sé nú að samningum við þá aðila sem félagið skuldar með frjálsum nauðasamningi. Hann segir að þeim tónlistarmönnum sem sendu reikning fyrir áramót hafi þegar verið greitt, en aðrir bíði niðurstöðu samninganna. Laun og greiðslur til tónlistarmanna verði í forgangi.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun Icelandair koma að einhverju leyti að niðurstöðu samninganna, enda vörumerki Iceland Airwaves fyrirtækinu mikils virði. Ekki náðist í Guðmund Óskarsson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kaup á Iceland Airwaves

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár