Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvorki fórnarlömb né vinnudýr

„Það er að verða til tví­skipt sam­fé­lag, ný lág­stétt fólks af er­lend­um upp­runa sem til­heyr­ir við­kvæm­um hópi í sam­fé­lag­inu, nán­ast stétt þjón­ustu­fólks,“ seg­ir Nichole Leigh Mosty, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar. Þetta fólk hef­ur tak­mark­aða mögu­leika á að sækja rétt sinn í sam­fé­lag­inu.

Það vakti mikinn óhug þegar konur af erlendum uppruna birtu sögur sínar opinberlega í tengslum við Metoo-átakið því þær þóttu endurspegla hræðilegan veruleika. Þar gaf að líta sögur af ofbeldisfullum eiginmönnum og kynferðisofbeldi og áreitni á heimilum og vinnumarkaði. En slíkar sögur eru ekki nýjar af nálinni. Flest höfum við heyrt eitthvað álíka og við vitum að konur úr þessum hópi eru fjölmennasti hópurinn í Kvennaathvarfinu. Ofbeldið getur komið upp alls staðar, á heimilum, í kerfinu og á vinnustöðum. Lögin gera það að verkum að hluti kvennanna getur ekki leitað réttar síns án þess að eiga á hættu að verða reknar úr landi. Við þekkjum líka dæmi þess að konur hafi brotist í gegnum langt og strangt nám til að mæta höfnun á vinnumarkaði. En hvað er samfélag okkar að gera til að hjálpa þeim til að brjótast úr aðstæðum sínum?

Kvörtun getur þýtt brottvísun

Claudie Ashonie Wilson héraðsdómslögmaður bendir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár