Það vakti mikinn óhug þegar konur af erlendum uppruna birtu sögur sínar opinberlega í tengslum við Metoo-átakið því þær þóttu endurspegla hræðilegan veruleika. Þar gaf að líta sögur af ofbeldisfullum eiginmönnum og kynferðisofbeldi og áreitni á heimilum og vinnumarkaði. En slíkar sögur eru ekki nýjar af nálinni. Flest höfum við heyrt eitthvað álíka og við vitum að konur úr þessum hópi eru fjölmennasti hópurinn í Kvennaathvarfinu. Ofbeldið getur komið upp alls staðar, á heimilum, í kerfinu og á vinnustöðum. Lögin gera það að verkum að hluti kvennanna getur ekki leitað réttar síns án þess að eiga á hættu að verða reknar úr landi. Við þekkjum líka dæmi þess að konur hafi brotist í gegnum langt og strangt nám til að mæta höfnun á vinnumarkaði. En hvað er samfélag okkar að gera til að hjálpa þeim til að brjótast úr aðstæðum sínum?
Kvörtun getur þýtt brottvísun
Claudie Ashonie Wilson héraðsdómslögmaður bendir …
Athugasemdir