Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“

Mynd­band hvet­ur út­lend­inga til að gift­ast ís­lensk­um kon­um, þar sem yf­ir­völd muni gefa þeim hús.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“
Ýkjumyndband af íslenskum konum Myndbandið hefur verið spilað oftar en þremur milljón sinnum. Mynd: Facebook
Úr myndbandinuErlendir karlmenn eru hvattir til þess að flytja til Íslands og eru birtar myndir af íslenskum konum.

„Þær eru að leita að karlmönnum,“ segir í vinsælu myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum í dag, þar sem gefið er til kynna að útlendingar sem flytja til Íslands muni fá greitt fyrir að giftast íslenskum konum. „Útlendingar munu fá fimm þúsund dollara á mánuði fyrir hverja íslenska konu sem þeir giftast. Fyrir hverja íslenska konu sem þú giftist munu yfirvöld gefa þér hús,“ segir í myndbandinu.

Grínvefurinn 2KOOL birtir myndbandið og hafa nú þegar 3,2 milljónir horft á það. Myndbandið er augljóslega í ýkjustíl, en engu að síður birtir vefurinn fyrirspurn frá áhorfanda sem spyr út í sannleiksgildið. 

„Vinsamlegast ekki gera þetta. Þetta leiðir bara til þess að íslenskar konur verða áreittar á netinu af hálfvitum,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður í ummælum undir myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ísland er kynnt með þessum hætti. Fréttir af því að útlendingar fái greidda um hálfa milljón króna á mánuði fyrir að giftast íslenskum konum, vegna mannfæðar eða skorts á karlmönnum, hafa lengi gengið í arabaheiminum og í Afríku, svo eitthvað sé nefnt. 

Þórunn Ólafsdóttir, baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda, ræddi þessi mál á Facebook-síðu sinni árið 2016.

„Allir eru að tala um Ísland. Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf. Ástæðan er sögð vera að við þurfum fleira fólk því Ísland sé svo fámennt. Fólk tekur þessu með fyrirvara en þið getið ímyndað ykkur spurningaflóð dagsins,“ sagði Þórunn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár