„Um mitt síðasta sumar tók ég eftir kúlu á hálsinum á mér. Af því að ég hafði verið með hálsbólgu átti ég helst von á að þetta væru stækkaðir eitlar út frá henni. Þess vegna held ég að ég hafi drifið mig strax til læknis, því ég var ekkert hræddur. Viðbrögð læknisins hræddu mig hins vegar því hann hringdi í skurðlækni hið snarasta og pantaði blóðprufur, en sagði samt ekki neitt. Ég sat sömuleiðis þögull á læknastofunni og hugsaði; þetta geta varla verið mjög góðar fréttir.“
Fyrr um morguninn hafði Sólmundur Hólm Sólmundarson, Sóli, hins vegar sagt við sambýliskonu sína, annaðhvort í gríni eða alvöru, að hann væri viss um þetta væri eitlakrabbamein. „Hvað er að þér maður?“ spurði hún pirruð á móti, því hver grínast með að vera með krabbamein? „En ég hugsaði með mér að ég ætlaði bara að ákveða að þetta væri eitlakrabbamein, því þá yrðu allar …
Athugasemdir