Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðlaugur efast um mat dómnefndar á reynslu Ingiríðar og Daða en formaður nefndarinnar telur hann vera á villigötum

Sett­ur dóms­mála­ráð­herra hef­ur áhyggj­ur af því að reynsla Ingi­ríð­ar Lúð­víks­dótt­ur setts hér­aðs­dóm­ara og Daða Kristjáns­son­ar sak­sókn­ara sé of­met­in í um­sögn dóm­nefnd­ar, og að það halli á hæsta­rétt­ar­lög­menn­ina Jón­as Jó­hanns­son og Ind­riða Þorkels­son.

Jakob R. Möller, formaður nefndar sem metur hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara, gefur lítið fyrir gagnrýni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, setts dómsmálaráðherra, á hæfnismat nefndarinnar.

Guðlaugur sendi nefndinni harðort bréf á dögunum þar sem gerðar voru athugasemdir við umsögn um hæfni umsækjenda í tíu liðum og þess krafist að nefndin „útskýrði betur með hvaða hætti matið var framkvæmt“. 

Af bréfinu má ráða að settur dómsmálaráðherra hafi áhyggjur af því að reynsla Ingiríðar Lúðvíksdóttur setts héraðsdómara og Daða Kristjánssonar saksóknara sé ofmetin í umsögn dómnefndar, en að það halli á hæstaréttarlögmennina Jónas Jóhannsson og Indriða Þorkelsson. 

Guðlaugur gagnrýnir sérstaklega að hæfnisnefndin hafi ekki „notast við stigatöflu“ við mat á umsækjendum, svo sem Excel-forritið eins og gert var þegar lagt var mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt. 

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að þegar skipun dómara við Landsrétt var til umfjöllunar á Alþingi hafði dómsmálaráðherra á orði að menn yrðu að „hefja sig yfir“ Excel-skjölin og að mat á hæfni umsækjenda mætti ekki vera vélrænt.

Nú, eftir að dómnefndin hvarf aftur til fyrra fyrirkomulags og notaði svokölluð skorblöð til uppröðunar umsækjendum, er þannig nefndin gagnrýnd fyrir að haga vinnubrögðum sínum ekki með þeim hætti sem hún var gagnrýnd fyrir í Landsréttarmálinu. Sem kunnugt er var gengið framhjá því hæfnismati með ólöglegum hætti eins og Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands hafa staðfest.

Nefndin fylgdi sama verklagi og áður tíðkaðist 

Svar Jakobs R. Möllers, formanns dómnefndarinnar, við aðfinnslum Guðlaugs Þórs barst í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar er áréttað sérstaklega að dómnefndin lúti ekki boðvaldi ráðherra og eigi að vera sjálfstæð og óháð, enda hafi lögin sem nefndin starfar eftir verið sett með það að markmiði að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdavalds. Þessu til stuðnings er vísað sérstaklega í nýlegan dóm Hæstaréttar um lögbrot dómsmálaráðherra við skipun dómara við Landsrétt.  

Guðlaugur Þór Þórðarsonutanríkisráðherra og settur dómsmálaráðherra

Í bréfinu sem ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sendi dómnefndinni fyrir hönd Guðlaugs Þórs er gerð athugasemd við að dómnefndin hafi ekki notast við „stigatöflu“ við röðun umsækjenda eins og gert var í umsögn dómnefndar um umsækjendur um dómaraembætti við Landsrétt. „Vinnubrögð nefndarinnar virðast því vera í ósamræmi við fyrri framkvæmd hennar,“ segir í bréfi Guðlaugs.

Þessu svarar formaður dómnefndarinnar með því að benda á að Excel og þess lags töflur hafi ekki verið notaðar í störfum nefndarinnar fyrr en við skipun Landsréttardómara í maí 2017. Jafnframt verði að hafa í huga að töluleg samlagningartæki sem notuð eru við mat á hæfni umsækjenda séu mismunandi og ráðist meðal annars af fjölda umsækjenda og samsetningu umsækjendahóps. „Um þetta atriði er annars rétt að nefna að vinnubrögð nefndarinnar voru í samræmi við störfin frá setningu reglna nr. 620/2010, með því eina fráviki, sem nefnt hefur verið, um excel skjal dómnefndar í maí 2017“. 

Gerir athugasemd við mat á dómarareynslu Ingiríðar

Í bréfi Guðlaugs var fundið að því að Ingiríði Lúðvíksdóttur, sem hefur átta ára reynslu sem settur dómari og sex ára reynslu sem aðstoðarmaður dómara, sé raðað efst á sviði dómarareynslu, en Jónasi Jóhannssyni sem „var skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár“ raðað skör lægra. 

Jónas Jóhannssonhæstaréttarlögmaður og fyrrverandi héraðsdómari

Jakob Möller bendir á að Jónas var fyrstu þrjú árin fulltrúi áður en  umfangsmiklar réttarfarsbreytingar komu til framkvæmda árið 1992.

„Taldi nefndin störf við sýslumannsembætti / bæjarfógetaembætti vega mjög miklu minna en störf við héraðsdómstóla eftir þann tíma. Viðkomandi umsækjandi hefur sinnt dómarastörfum í um 16 ár, en ekki 20, að teknu tilliti til leyfa. Enn er þess að gæta að viðkomandi umsækjandi hefur ekki sinnt dómstörfum frá lokum ágúst 2008,“ segir í bréfi Jakobs.

Bent er á að Ingiríður hafi sinnt dómstörfum nær samfellt síðustu átta ár og áður starfað sem sem aðstoðarmaður dómara í um sex ár. 

Ingiríður Lúðvíksdóttirsettur héraðsdómari

Í þessu samhengi er jafnframt tilgreint að nefndin líti svo á, í samræmi við fyrri umsagnir, að reynslan af fyrstu starfsárum í hverju starfi vegi að öðru jöfnu tiltölulega þyngst við mat á langri starfsreynslu.

Þá er vitnað í ummæli umboðsmanns Alþingis um að við ráðningar opinberra starfsmanna sé æskilegt, í stað þess að einblína á lengd starfsreynslu í árum talið, að líta til inntaks starfsreynslunnar, svo sem hve vel umsækjandi hafi staðið sig í starfi og hvernig starfsreynslan muni nýtast í starfinu sem verið er að ráða í. 

Lögmannsstörf Indriða „hvorki fjölbreytt né umfangsmikil“

Í bréfi sínu til dómnefndar gagnrýndi Guðlaugur Þór að Indriða Þorkelssyni, lögmanni með yfir þriggja áratuga reynslu, væri raðað í 8. til 10. sæti í matsþætti um lögmannsstörf í umsögn dómnefndar.

Indriði Þorkelssonhæstaréttarlögmaður

Jakob Möller svarar með vísan til þess að nefndin hafi tekið tillit til fjölbreytni í lögmannsstörfum, mismunandi eðlis starfa umsækjenda og fjölda og mikilvægis dómsmála. 

Um Indriða Þorkelsson skrifar Jakob: „Sá umsækjandi sem ráðherra sýnist vera að vísa til hlaut lögmannsréttindi árið 1985, en full réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti ekki fyrr en 2009. Langmest af starfstíma sínum hefur hann starfað sem fulltrúi annars/annarra lögmanna og þannig eru hagir hans nú. Samkvæmt opinberum gögnum verður hvorki séð að lögmannsstörf hans hafi verið fjölbreytt né umfangsmikil. Þótt umsækjandinn hafi sinnt mikilvægum þjóðlendumálum undanfarin ár, verður ekki litið framhjá því, að það hefur hann gert sem fulltrúi annars lögmanns en ekki sem sjálfstætt starfandi lögmaður með þá ábyrgð því fylgir.“ Þá er vísað til þess að sjálfstæður lögmaður ber ábyrgð á fjárvörslu fulltrúa lögmanns og jafnframt fébótaábyrgð á störfum hans að öðru leyti. 

Rangt að reynsla Daða sé tvítalin

Guðlaugur Þór gerði athugasemd við að Daði Kristjánsson, sem starfað hefur sem saksóknari um árabil, fengi „þá reynslu metna í tvígang, ef svo má að orði komast, að minnsta kosti að einhverju leyti“. Þetta finnst Guðlaugi ómálefnalegt.

Jakob Möllerformaður dómnefndar

Jakob Möller segir rangt að reynslan hafi verið „tvítalin“. Þegar málflutningsreynsla Daða var metin hafi verið tekið tillit til stjórnsýslureynslunnar og hún dregin frá, og á hinn veginn þegar stjórnsýslureynslan var metin; þá hafi málflutningsreynslan verið dregin frá. Daði hafi einfaldlega verulega reynslu, bæði á sviði málflutnings og stjórnsýslu.

„Sakamál eru verulegur hluti mála sem koma fyrir héraðsdómstólana. Er því augljóslega mikilvægt að við þá starfi dómarar með haldgóða reynslu af meðferð sakamála,“ skrifar Jakob. 

Guðlaugur Þór gerði fleiri athugasemdir við mat og vinnubrögð dómnefndarinnar, og er þeim svarað í bréfi Jakobs Möllers. Hér má sjá bréf Guðlaugs og hér er bréf Jakobs. Með Jakobi í dómnefndinni eru þau Guðrún Björk Bjarnadóttir, Kristín Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Hér má nálgast umsögn hennar í heild.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár