„Það er nákvæmlega þetta sem ég hef verið hrædd um að muni gerast í hvert einasta skipti sem drengurinn yfirgefur heimilið,“ segir Erna Marín Baldursdóttir, móðir sextán ára gamals drengs, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Glæsibæ fyrr í mánuðinum og skilinn eftir hálf meðvitundarlaus í blóði sínu.
Sonur hennar glímir við fjölþættan vanda sem veldur því meðal annars að hann ræður illa við félagslegar aðstæður. Hann hefur flakkað á milli meðferðarúrræða barnaverndar í mörg ár en ekkert opinbert úrræði er í boði fyrir börn með hans vanda. Þegar líkamsárásin varð stóð honum engin þjónusta til boða þar sem fjölskyldan var nýflutt til Reykjavíkur frá Hafnarfirði. „Þetta er einstaklingur sem þarf á stuðningi að halda nánast allan sólarhringinn og skýran ramma, en hann var ekki með neinn stuðning þegar hann varð fyrir árásinni. Það stoppaði allt þegar við fluttum á milli bæjarfélaga um mánaðamótin október-nóvember. Það var allt stopp í …
Athugasemdir