Fjögur hneykslismál hafa á síðustu árum skekið stjórnsýsluna og leitt til afsagna, ákvörðunar um að flýta kosningum og þingrofs. Fyrst var það lekamálið sem leiddi til afsagnar þáverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, náin tengsl Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirtæki sem hann hafði veitt fyrirgreiðslu styttu að öllum líkindum pólitískan feril hans, uppljóstranir um aflandseignir margra Íslendinga, þar á meðal þriggja ráðherra, ollu afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og flýttu kosningum, og nú hafa stjórnsýsluákvarðanir um uppreist æru dæmdra kynferðisbrotamanna valdið stjórnarslitum. Ef við förum í gegnum þessi mál sjáum við að aukið gagnsæi, skýrari reglur, en líklega fyrst og fremst skilningur á alvarleika þessara mála, hefðu getað breytt framgangi mála í öllum þessum tilvikum.
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, skora á stjórnmálaflokka að setja spillingarvarnir á dagskrá í kosningunum. Þau segja trúverðugleika …
Athugasemdir