Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins

Andrés Magnús­son, blaða­mað­ur Við­skipta­blaðs­ins, tek­ur sér ekki leyfi frá fjöl­miðla­störf­um á með­an hann tek­ur virk­an þátt í kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins gat ekki svar­að því hvort það sé í sam­ræmi við siða­regl­ur fjöl­mið­ils­ins að blaða­menn starfi fyr­ir stjórn­mála­flokka sam­hliða skrif­um.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins
Andrés Magnússon Var kynntur sem blaðamaður í umræðum í Silfrinu um síðustu helgi, en gat þess ekki að hann starfaði að kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Mynd: skjáskot/ruv

Andrés Magnússon blaðamaður er ekki í leyfi frá Viðskiptablaðinu á meðan hann starfar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Andrés, sem býr í Bretlandi, með aðsetur í Valhöll á meðan hann er staddur hér á landi þar sem hann er að hjálpa til við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. 

Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, svaraði því ekki hvort fjölmiðillinn væri með siðareglur um það hvort blaðamenn megi starfa fyrir stjórnmálaflokk á sama tíma og þeir starfa við fréttaflutning, en tók fram að Andrés væri fyrst og fremst að vinna grafískt efni fyrir blaðið, auk þess að skrifa pistla um fjölmiðla. Þá skrifi hann einstaka sinnum erlendar fréttir. „Þannig hann er ekki að skrifa um neitt sem viðkemur pólitík í blaðið,“ sagði Trausti í samtali við Stundina.

Þegar Stundin náði tali af Andrési síðdegis í gær sagðist hann ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðamanns um málið, en bað um að fá sendar spurningar í tölvupósti. Hann svaraði ekki spurningum Stundarinnar, en þess í stað greinir hann sjálfur frá því í pistli í Viðskiptablaðinu í dag að hann sé félagi í Sjálfstæðisflokknum og taki aukin heldur þátt í kosningabaráttu hans.

Heimildir Stundarinnar herma að Andrés hafi einnig starfað að kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Hann svaraði hins vegar ekki spurningum Stundarinnar þess efnis, né heldur hvort hann fái greitt fyrir störf sín fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Tók upp málflutning Bjarna í sjónvarpsþætti

Andrés var fenginn sem álitsgjafi í þáttinn Silfrið á RÚV síðastliðinn sunnudag. Þar var hann kynntur inn sem blaðamaður, en tengsl hans við Sjálfstæðisflokkinn og yfirstandandi störf fyrir kosningabaráttu flokksins voru ekki gerð áhorfendum kunn. Frétt Stundarinnar, Reykjavík media og breska blaðsins Guardian, um að Bjarni Benediktsson hefði fært umtalsverða fjármuni úr Sjóði 9 í aðra sjóði Glitnis daginn sem neyðarlögin voru sett, var meðal annars rædd í þættinum. 

„Hér er um að ræða gamla frétt, ég myndi segja jafnvel ekki frétt, vegna þess að henni er augljóslega kastað fram til þess að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Andrés um fréttaflutninginn. Þá sagði hann tímasetninguna á fréttinni algerlega ljósa. „Af einhverjum ástæðum kjósa þeir að bíða með þessa frétt,“ sagði hann ennfremur. 

„Ef hann væri að skrifa fréttir um pólitík þá væri það auðvitað mjög óheppilegt.“

Þessi málflutningur er samhljóða viðbrögðum Bjarna Benediktssonar við fréttunum. Í viðtali við RÚV á föstudag sagðist hann vera viss um að umfjöllunin hafi verið birt á þessum tíma til að koma höggi á hann. „Blaðamaðurinn sem hringdi í mig frá Bretlandi hann beinlínis sagði mér að þeir hefðu haft þessi gögn, þessar upplýsingar, í margar vikur og að þeir hefðu beðið eftir réttu tímasetningunni,“ sagði Bjarni. 

Í þættinum tók Andrés þannig upp málflutning Bjarna í málinu. 

Aðspurður hvort það væri ekki óheppilegt fyrir fjölmiðilinn að maður sem sé kynntur til leiks sem blaðamaður Viðskiptablaðsins í umræðuþáttum um stjórnmál, en taki á sama tíma virkan þátt í starfi stjórnmálaflokks, segir Trausti: „Ef hann væri að skrifa fréttir um pólitík þá væri það auðvitað mjög óheppilegt. En hann er ekki að gera það, hann er ekki að taka viðtöl við pólitíkusa eða skrifa einhverjar pólitískar fréttir í aðdraganda kosninga.“

Þess má geta að Jon Henley, blaðamaður Guardian sem fékk gögnin upphaflega til sín, sendi í fyrradag frá sér yfirlýsingu þar sem hann bar til baka fullyrðingu forsætisráðherra. Í henni sagðist Henley hafa viljað birta fréttina í vikunni sem hefst mánudaginn 16. október, eða jafnvel í þeirri næstu, sem hefst 23. október. „En íslenskir starfsfélagar mínir sögðu þá að ef fréttin færi út svo stuttu fyrir kosningar væri hætta á að hún hefði óeðlileg áhrif á þær. Þeir vildu birta þetta eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi í vikunni sem lauk 2. október. Það er því langur vegur frá því að birtingu hafi verið seinkað til síðasta föstudags - henni var þvert á móti flýtt um nokkrar vikur til að draga úr skaðanum,“ sagði breski blaðamaðurinn.

Sagði fjölmiðla skulda Bjarna afsökunarbeiðni

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andrés tekur upp varnir fyrir Bjarna á opinberum vettvangi. Í pistlinum Æran, sem birtist á vef Viðskiptablaðsins 5. ágúst síðastliðinn, gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir að hafa gengið á eftir svörum frá Bjarna í sumar varðandi mál Roberts Downey. Sagði Andrés bæði Ríkisútvarpið og Fréttablaðið skulda forsætisráðherra „mjög auðmjúka afsökunarbeiðni fyrir þessa atlögu að æru hans.“ 

Þann 2. ágúst hafði Bjarni greint frá því að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar mál Roberts voru til lykta leidd í ráðuneytinu, en fram að því var talið að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra þegar Robert fékk uppreist æru. Þann 16. júní sagði Bjarni sjálfur í viðtali við RÚV að hann hefði tekið við niðurstöðu í ráðuneytinu, sem hafi síðan fengið hefðbunda meðferð. Bjarni hefur ekki svarað fyrirspurnum frá Stundinni til lengri tíma og margar vikur liðu áður en hann tjáði sig um málið í sumar.  

„Þetta er einstaklega aumt allt, því þarna hefur Bjarni verið borinn óbeinum sökum, sem hann hefur hvergi fengið tækifæri til þess að bera af sér með beinum hætti; röngum sökum um staðreyndir, sem einstaklega auðvelt er að komast að og staðreyna. Einmitt það er hið sérstaka hlutverk fjölmiðla,“ skrifaði Andrés um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár